Ríkið sé ekki í samkeppnisrekstri 6. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að vera í samkeppnisrekstri. "Það stendur til að selja Símann og þangað til að það gerist verður Síminn að lúta sömu reglum og önnur fyrirtæki í landinu," segir hann. Aðspurður segist hann fyrst hafa fengið vitneskju um kaup Símans á 26 prósenta hlut í Skjá einum í gegnum síma á laugardag er hann var í útlöndum. Halldór segir það eðlilegt að fyrirtæki, sem er 99 prósent í eigu ríkisins, taki ákvörðun um kaup á fyrirtæki í samkeppnisrekstri án þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. "Það verður að treysta þeim stjórnum sem eru fengnar til slíkra verka og verða þær að bera ábyrgð gagnvart því ef mistök eru gerð," sagði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Spurður hvort hann teldi kaup Símans í Skjá einum mistök sagðst hann ekkert vita um það. "Framtíðin verður að leiða það í ljós. Ég hef engar forsendur til að dæma kaupin, hvorki upplýsingar um kaupverð né arðsemismat," segir Halldór. Hann segist ekki geta áttað sig á því hvort kaupin komi til með að flýta sölunni á Símanum. Hann segist ekki heldur geta svarað því hvort ekki hefði verið réttara að semja við Skjá einn um dreifingu á efni í stað þess að kaupa fjórðungshlut í fyrirtækinu. "Það var vitað mál að stjórn Símans var í viðræðum við Stöð 2 um dreifingu á efni og upp úr þeim slitnaði. Í framhaldi af því höfðu átt sér stað viðræður milli Símans og Skjás eins. Að mínu mati verður stjórn fyrirtækis að hafa svigrúm til að gæta hagsmuna fyrirtækis og bera ábyrgð á því. Við getum ekki gert aðrar kröfur til stjórnar ríkisfyrirtækja en einkafyrirtækja. Það gengur ekki að ráðherrar séu með puttana í málum af því tagi," segir Halldór.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira