Vallarhverfi rís hratt í hrauninu 23. ágúst 2004 00:01 Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Enginn í joggingbuxum í París Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp