Vallarhverfi rís hratt í hrauninu 23. ágúst 2004 00:01 Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Þeir sem keyra suður í átt að álverinu í Straumsvík fara ekki varhluta af þeirri miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað í hrauninu vestan Grísaness og sunnan Reykjanesbrautar. Þetta nýja hverfi sem rís svo hratt heitir Vellir og var byrjað á skipulagi þess árið 2002. "Hverfið hefur byggst mun hraðar en gert var ráð fyrir og húsnæði á svæðinu hefur rokið út eins og heitar lummur. Búið er að ljúka skipulagningu að þremur fyrstu áföngunum en á þeim er gert ráð fyrir alls um þúsund íbúðum sem gerir alls um þrjú þúsund íbúa," segir Bjarki Jóhannesson, sviðsstjóri umhverfis-og tæknisviðs Hafnarfjarðarbæjar. Meginhluti þeirra íbúða sem eru í byggingu er í fjölbýli en skipulagning stendur nú yfir á nýju svæði til viðbótar fyrir sextíu íbúðir sem aðallega munu samanstanda af einbýlis- og raðhúsum. "Uppbygging mun síðan halda áfram til suðurs þar sem við gerum ráð fyrir um þúsund íbúðum til viðbótar. Miðað við hraðann á þessu svæði mun í þessu nýja skipulagi rísa um tvö þúsund íbúðir á næstu fimm til sex árum. Þar að auki er á áætlun svokallað miðsvæði Vallahverfisins en þar er gert ráð fyrir verslunum og skrifstofum," segir hann. Bjarki segir að á svæðinu verði fljótlega ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar, kirkju, hjúkrunarheimilis og heilsugæslustöðvar. "Þetta verður allt saman komið í gagnið innan örfárra ára ásamt því sem námsmannaíbúðir verða byggðar þarna. Þá verða nýr grunnskóli og leikskóli líklega teknir í notkun árið 2006," segir Bjarki. Mikil fólksfjölgun hefur verið í Hafnarfirði síðustu árin með þeirri uppbyggingu sem því fylgir. "Árið 1986 var þetta 14.000 manna bær en í dag búa hér um 22.000 manns sem er gríðarleg fjölgun. Bygging Vallarhverfisins er þannig bara hluti af þeirri eftirspurn sem verður að bregðast við," segir hann. halldora@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira