Árni verði áfram 19. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira