Árni verði áfram 19. ágúst 2004 00:01 Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Árni Magnússon á ekki að víkja úr ráðherrastóli 15. september næstkomandi segja Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis - suður sendi hins vegar frá sér ályktun í dag þar sem skorað er á flokksforystu Framsóknar að virða jafnréttisáætlun flokksins. Ólgan innan Framsóknarflokksins vegna yfirvofandi fækkunar í ráðherraliði flokksins heldur áfram. Í lok apríl síðastliðnum óskaði stjórn kjördæmisráðs framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi eftir fundi með Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsóknarflokksins, vegna málsins þar sem færa átti rök fyrir því að Siv Friðleifsdóttir yrði ekki látin víkja úr ráðherraliði flokksins 15. september. Formaðurinn hefur ekki enn svarað beiðninni þrátt fyrir að liðnir séu tæpir fjórir mánuðir. Fleiri aðildarfélög Framsóknarflokksins hafa látið í sér heyra upp á síðkastið þar sem lýst er yfir stuðningi við Siv, eða að minnsta kosti farið fram á að konum í ráðherraliði flokksins fækki ekki. Í morgun sendi stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavíkurkjördæmi - suður frá sér ályktun í þessa veru og á svipuðum nótum voru ályktun frá fulltrúaráði Framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í gær og heilsíðuauglýsing sem fjörutíu framsóknarkonur stóðu fyrir á þriðjudaginn. Framsóknarmenn í Reykjavíkurkjördæmi - norður segja hins vegar að það sé Árni Magnússon sem alls ekki megi víkja. Gestur Gestsson, formaður stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík - norður, segir að Árni sé búinn að standa sig vel og ætti því að halda áfram sem ráðherra. Á sama máli er Þorlákur Björnsson, formaður Kjördæmissambands flokksins í kjördæminu. Hann segir að ef það sé krafa framsóknarkvenna að Árni víki þá sé það ekki sanngjörn krafa því hann sé mjög hæfur stjórnmálamaður og hafi verið afskaplega duglegur frá því hann kom í félagsmálaráðuneytið. Aðspurður hver eigi þá að fara segist Þorlákur ekkert vilja segja um það en hann kveðst ekki vilja vera í sporum Halldórs Ásgrímssonar. Hægt er að hlusta á viðtal við Þorlák Björnsson, formann Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi - norður, úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira