Innlent

218 ára afmæli Reykjavíkur

Reykjavíkurborg er 218 ára í dag. Þess sáust þó ekki víða merki í höfuðborginni. Hins vegar var boðið upp á tertu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar var saman kominn dágóður fjöldi borgarbúa, sem nutu bæði góða veðursins, og annars sem garðurinn hefur uppá að bjóða. Undanfarin ár hefur afmæli borgarinnar verið slegið saman við Menningarnótt í Reykjavík. Svo verður einnig að þessu sinni. Það verður mikil veisla í höfuðborginni á laugardaginn, með flugeldaskothríð og tilheyrandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×