Sparnaður að borða hjá tengdó 18. ágúst 2004 00:01 Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip. Fjármál Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður á sér nokkra fjárhagslega ósiði sem hann dregur hér fram í dagsljósið. "Mínir helstu sigrar eru ekki kannski beint á sviði sparnaðar og þó ég sé hagfræðingur er sparnaður ekki mín sterkasta hlið. Ég geri þau daglegu mistök að fara svangur í matvöruverslanir og furðulegustu hlutir eiga til að detta í körfuna." Ágúst hefur auðvitað tekið þátt í hlutabréfamarkaðinum: "Ég keypti eins og aðrir góðir Íslendingar hlutabréf í DeCode á genginu 54. Það hefur auðvitað fallið síðan þá, eins og alþjóð veit, en ég sit þrjóskur og bjartsýnn á mínum hlut og er að vonast til að hlutabréfin hækki eitthvað bráðum. Þau geta alla vega ekki farið neðar. Ég er líka ginnkeyptur fyrir tilboðum og tækjum sem kannski er engin þörf á. Ég ætlaði til dæmis að kaupa mér gashitara um daginn og svo á ég forláta borvél sem ég hef aldrei notað. Annars er ég að reyna að draga úr eyðslu í svoleiðis hluti. Ég er tækjakall að einhverju leyti, ég er reyndar alveg vonlaus í höndunum sjálfur og veit ekkert af hverju ég geri þetta. Kannski ég sé að reyna að bæta mér upp klaufaskapinn." En á Ágúst einhver sparnaðarráð í pokahorninu?" Ég hef komist að því að það er viss sparnaður í því að fara í mat til foreldra og tengdaforeldra og ég nýti mér það vel. Svo bind ég miklar vonir við að sparnaðurinn komi sterkt inn í yfirvofandi heilsuátaki sem reyndar hefur verið frestað daglega í um það bil áratug. Ég sé fyrir mér að þá hætti ég að kaupa skyndibita og það verður bæði fjárhagslegur og líkamlegur ávinningur," segir Ágúst Ólafur ákveðinn á svip.
Fjármál Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira