Innlent

Þrjú handtekin vegna fíkniefna

Lögreglan á Ísafirði handtók tvo karlmenn og konu á almannafæri á laugardagskvöld vegna gruns um fíkniefnamisferli. Í kjölfarið var gerð húsleit í íbúð annars mannanna. Við leitina fundust um fimmtán grömm af kannabisefnum, þrjú grömm af amfetamíni og 83 töflur sem innihalda efedrín og steralyf. Þremenningunum var sleppt úr haldi lögreglu á sunnudag og höfðu þau játað að fíkniefnaneysla hefði farið fram í íbúðinni þar sem fleiri komu við sögu. Einn aðilanna játaði að hafa selt fíkniefni á Ísafirði. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður en ekki konan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×