Ekki árás Valhallar 12. ágúst 2004 00:01 Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir misskilning liggja í þeirri túlkun Gunnars I. Birgissonar, flokksfélaga síns í Kópavogi, að höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar um land Reykjavíkurborgar sé árás Valhallar á Sjálfstæðismenn í Kópavogi. Bæjarverkfræðingur í Kópavogi undrast ummæli oddvitans um að hægt sé að fara aðra leið með lögnina. Samhljóða synjaði borgarráð Kópavogsbæ um framkvæmdaleyfi við vatnslögn í Heiðmörk þar sem það telur landið vera í eigu Reykvíkinga. Borgarráð tók undir álit borgarlögmanns um að leyfa ekki vatnslögnina fyrr en að leyst hafi verið úr deilum um eignarhald á svæðinu, svokölluðum Vatnsendakrikum. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir Gunnari I. Birgissyni, formanni bæjarráðs Kópavogs, að hann trúi öllu upp á R-istann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Gunnar segir það koma sér á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, skuli greiða atkvæði gegn vatnslögninni. Vilhjálmur svarar því til að í fyrsta lagi hafi hann aldrei verið aðsoðarframkvæmdastjóri flokksins, eins og segir í Fréttablaðinu, og í öðru lagi komi þetta mál Valhöll ekkert við. Hér sé um ágreiningsefni milli tveggja sveitarfélaga að ræða og að afstaða sín og og borgarráðs byggist eingöngu á faglegri umsögn borgarlögmanns en ekki einhverri geðþóttaákvörðun. Vilhjálmur tekur hins vegar undir þau ummæli Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra í Kópavogi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það sé verið að færa samskipti bæjarfélaganna langt aftur í tímann og vonar hann að R-listinn nái sátt við Kópavogsbæ um málið. Vilhjálmur bendir á að Kópavogsbær geti farið aðra leið með lögnina sem yrði hugsanleg lausn í málinu. Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi, undrast þessi ummæli þar sem að leið sem liggi um land Garðabæjar sé lengri og því dýrari. Hann segir embættismenn Kópavogs og Reykjavíkur hafa rætt málið í marga mánuði og þetta sé í fyrsta sinn sem ábending hafi komið um að fara lengri leiðina. Þórarinn bendir á að í umsögn Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar á sínum tíma, þegar kannað var hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, hafi ekki verið gerð nein athugasemd við staðsetningu vatnslagnarinnar, enda eigi hún að liggja að mestu leyti við hliðina á núverandi vegarslóðum. Bæjarverkfræðingur og lögfræðingur framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogs mættu á fund bæjarráðs nú klukkan tólf til að fara yfir stöðu mála. Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira
Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir misskilning liggja í þeirri túlkun Gunnars I. Birgissonar, flokksfélaga síns í Kópavogi, að höfnun borgarráðs á vatnslögn Kópavogsbæjar um land Reykjavíkurborgar sé árás Valhallar á Sjálfstæðismenn í Kópavogi. Bæjarverkfræðingur í Kópavogi undrast ummæli oddvitans um að hægt sé að fara aðra leið með lögnina. Samhljóða synjaði borgarráð Kópavogsbæ um framkvæmdaleyfi við vatnslögn í Heiðmörk þar sem það telur landið vera í eigu Reykvíkinga. Borgarráð tók undir álit borgarlögmanns um að leyfa ekki vatnslögnina fyrr en að leyst hafi verið úr deilum um eignarhald á svæðinu, svokölluðum Vatnsendakrikum. Í Fréttablaðinu í morgun er haft eftir Gunnari I. Birgissyni, formanni bæjarráðs Kópavogs, að hann trúi öllu upp á R-istann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Gunnar segir það koma sér á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, skuli greiða atkvæði gegn vatnslögninni. Vilhjálmur svarar því til að í fyrsta lagi hafi hann aldrei verið aðsoðarframkvæmdastjóri flokksins, eins og segir í Fréttablaðinu, og í öðru lagi komi þetta mál Valhöll ekkert við. Hér sé um ágreiningsefni milli tveggja sveitarfélaga að ræða og að afstaða sín og og borgarráðs byggist eingöngu á faglegri umsögn borgarlögmanns en ekki einhverri geðþóttaákvörðun. Vilhjálmur tekur hins vegar undir þau ummæli Sigurðar Geirdals, bæjarstjóra í Kópavogi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að það sé verið að færa samskipti bæjarfélaganna langt aftur í tímann og vonar hann að R-listinn nái sátt við Kópavogsbæ um málið. Vilhjálmur bendir á að Kópavogsbær geti farið aðra leið með lögnina sem yrði hugsanleg lausn í málinu. Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi, undrast þessi ummæli þar sem að leið sem liggi um land Garðabæjar sé lengri og því dýrari. Hann segir embættismenn Kópavogs og Reykjavíkur hafa rætt málið í marga mánuði og þetta sé í fyrsta sinn sem ábending hafi komið um að fara lengri leiðina. Þórarinn bendir á að í umsögn Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar á sínum tíma, þegar kannað var hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, hafi ekki verið gerð nein athugasemd við staðsetningu vatnslagnarinnar, enda eigi hún að liggja að mestu leyti við hliðina á núverandi vegarslóðum. Bæjarverkfræðingur og lögfræðingur framkvæmda- og tæknisviðs Kópavogs mættu á fund bæjarráðs nú klukkan tólf til að fara yfir stöðu mála. Hægt er að hlusta á brot úr viðtali við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Sjá meira