Sundrung sjálfstæðismanna 11. ágúst 2004 00:01 "Ég túlka þetta sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi," segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, en borgarráð Reykjavíkur féllst ekki á að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn frá Vatnsendakrikum á borgarráðsfundi á þriðjudag. Borgarráð álítur að svæðið tilheyri Reykjavík. "Við erum að bora fyrir vatnsveitu í Vatnsendakrika sem er í lögsögu Kópavogs og þurfum að leggja vatnið um tvo kílómetra yfir land borgarinnar og þeir hafna því," segir Gunnar. Hann segir Reykjavík þurfa að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar og því finnst honum höfnunin koma spánskt fyrir sjónir. Hann trúi öllu upp á R-listann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Þá segir hann koma á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem var aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, skuli greiða gegn vatnslögninni. "Ég held að verið sé að stuðla að sundrungu Sjálfstæðisflokksins. Við munum fara með þetta fyrir dómstóla. Landslögin segja að hver sem er hafi heimild til að leggja vatnslögn yfir land annarra," segir Gunnar. Því segist hann ekki skilja að borgarráð skuli gera slíkt þar sem það muni einungis kosta tafir í nokkra mánuði á meðan málið fer fyrir dómstóla. "Þó að það sé gott veður og framtíðin blasi við Kópavogi þá blasir hún ekki við Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík." Nýlega seldu eigendur Vatnsenda Kópavogsbæ nýtingarrétt á hinu umdeilda landi og kemur beiðnin um vatnslögn í framhaldi af þeim kaupum. Borgarráð segir langvarandi óvissu um landa- og lögsögumörk valda þessari ákvörðun. Standa vonir til að með úrskurði óbyggðanefndar skýrist staðan en nefndin hefur til skoðunar lögsögumörk bæjarfélaganna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
"Ég túlka þetta sem árás Valhallar á sjálfstæðismenn í Kópavogi," segir Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs og verðandi bæjarstjóri, en borgarráð Reykjavíkur féllst ekki á að leyfa Kópavogsbæ að leggja vatnslögn frá Vatnsendakrikum á borgarráðsfundi á þriðjudag. Borgarráð álítur að svæðið tilheyri Reykjavík. "Við erum að bora fyrir vatnsveitu í Vatnsendakrika sem er í lögsögu Kópavogs og þurfum að leggja vatnið um tvo kílómetra yfir land borgarinnar og þeir hafna því," segir Gunnar. Hann segir Reykjavík þurfa að fara yfir lögsögu Kópavogs vegna Hellisheiðarvirkjunnar og því finnst honum höfnunin koma spánskt fyrir sjónir. Hann trúi öllu upp á R-listann en eigi erfitt með að trúa þessu upp á sjálfstæðismenn í borginni. Þá segir hann koma á óvart að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem var aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins, skuli greiða gegn vatnslögninni. "Ég held að verið sé að stuðla að sundrungu Sjálfstæðisflokksins. Við munum fara með þetta fyrir dómstóla. Landslögin segja að hver sem er hafi heimild til að leggja vatnslögn yfir land annarra," segir Gunnar. Því segist hann ekki skilja að borgarráð skuli gera slíkt þar sem það muni einungis kosta tafir í nokkra mánuði á meðan málið fer fyrir dómstóla. "Þó að það sé gott veður og framtíðin blasi við Kópavogi þá blasir hún ekki við Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík." Nýlega seldu eigendur Vatnsenda Kópavogsbæ nýtingarrétt á hinu umdeilda landi og kemur beiðnin um vatnslögn í framhaldi af þeim kaupum. Borgarráð segir langvarandi óvissu um landa- og lögsögumörk valda þessari ákvörðun. Standa vonir til að með úrskurði óbyggðanefndar skýrist staðan en nefndin hefur til skoðunar lögsögumörk bæjarfélaganna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira