Innlent

Heilbrigðisráðherra á móts við SÁÁ

Heilbrigðisráðherra segir að reynt verði að koma til móts við SÁÁ vegna kostnaðar við meðferð sprautufíkla sem háðir eru ópíumefnum. Kostnaðurinn nemur allt að einni milljón króna á mánuði. Fyrir fáeinum dögum sendi stjórn SÁÁ frá sér harðorða ályktun þar sem lýst var óánægju með að heilbrigðisyfirvöld tækju engan þátt í kostnaði vegna meðferðar ungra sprautufíkla. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir að nú sé verið að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við SÁÁ vegna þessa kostnaðar og reynt verði að finna farsæla lausn á málinu. Kostnaðurinn hefur aukist á þessu ári vegna nýrra lyfja og fleiri meðferða. Aðspurður hvort standi til að veita sérstökum fjármunum í hina ungu sprautufíkla segir Jón að það sé verið að kanna það. Kostnaðurinn núna nemur um milljón krónum á mánuði. Hægt er að hlusta á viðtal við Jón Kristjánsson úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×