Innlent

Umferðartafir í Reykjavík

Unnið er að gatnaframkvæmdum víða í Reykjavík og hafa ökumenn orðið varir við nokkrar umferðartafir vegna þessa. Að sögn Höskulds Tryggvasonar, hjá gatnamálastjóranum í Reykjavík, eru helst hætta á umferðartöfum við færslu Hringbrautar í Vatnsmýrinni og á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar. Þar er verið að gera gönguleið á gatnamótum öruggari eins gert hefur verið á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þá er einnig unnið að endurgerð Skeiðarvogs og Suðurgötu og hafist verður handa 16. ágúst næstkomandi við endurgerð Aðalstætis. Höskuldur segir erfitt að segja til um hvar malbikunarframkvæmdir verði hverju sinni þar sem veðrið ráði miklu þar um. Enda standi þær yfirleitt yfir í skamman tíma og vinnunni sé hagað þannig að framkvæmdirnar lendi ekki á umferðarálagstíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×