Mjóir vikudagar 3. ágúst 2004 00:01 "Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust." Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég hugsa nú voðalega lítið um heilsuna," segir Jón Þór Þorleifsson, pródúsent þáttarins Hjartsláttur á ferð og flugi hjá sjónvarpsstöðinni Skjá einum. "Ég keypti mér reyndar líkamsræktarkort í World Class fyrir þrem vikum síðan en ég hef ekki haft tíma í það. Það er svo geðveik vinnutörn núna í Hjartslættinum en ég byrja örugglega að æfa þegar hún er búin. Ég er nú frekar meðvitaður um hvað ég læt ofan í mig en er ekki mjög samviskusamur að passa það. Ég kíki af og til á Grænan kost til að halda í við mig en annars borða ég voðalega mikið sætt," segir Jón Þór. Jón Þór er nú ekki alslæmur í heilsuátakinu og hefur reynt að hreyfa sig með vinnufélögunum. "Ég og Tinna sem vinnur með mér höfðum alltaf mjóan mánudag og mjóan þriðjudag. Á þeim dögum fórum við alltaf í sund í hádeginu. En núna er Tinna í sumarfríi og því fer ég ekkert í sund. Þetta var samt mjög gaman. Við skiptum alltaf um sundlaugar. Reyndar vorum við frekar bjartsýn fyrst og fórum í Laugardalslaugina. Þá vorum við alveg dauð eftir að synda þessa fimmtíu metra sem var of mikið. Við fundum okkur þá í 25 metrunum og vorum mjög ánægð í Kópavogslauginni þegar við gátum synt fjörutíu metra. Við höfum reyndar ekki farið í allar laugarnar en mér finnst laugin í Garðabæ besta sem ég hef synt í. Þar er hægt að fá blöðkur til að synda með og það er rosalega gaman og skemmtilegt. Það verður samt að vera fjölbreytni í sundinu svo það sé skemmtilegt," segir Jón Þór sem á þó í örlitlum erfiðleikum með sundið. "Ég er með gleraugu og því lít ég út eins og hálfviti þegar ég er að fara í og úr sundlauginni því ég sé ekki neitt. Þannig að sundið veitir mér líka vissa þjálfun í að komast úr og inní laugina áfallalaust."
Heilsa Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira