Innsetning forseta á morgun 31. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sver embættiseiða í þriðja sinn á morgun. Athöfnin fer fram á meðan á endurbótum á Alþingishúsinu stendur og var fjölmiðlum af þeim sökum synjað um leyfi til að sýna frá undirbúningi fyrir innsetningarathöfnina. Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við athöfnina. Athöfnin hefst á morgun klukkan hálf fjögur með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Almenningi er heimilt að vera við athöfnina á meðan húsrúm leyfir. Hálfri klukkustund síðar ganga boðsgestir til Alþingishússins. Þar lýsir forseti Hæsaréttar forsetakjöri, forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni og gengur síðan fram á svalir Alþingis ásamt eiginkonu sinni og minnist fósturjarðarinnar. Gjallarhorn verða umhverfis Alþingishúsið svo almenningur geti heyrt það sem fram fer bæði í kirkjunni og Alþingishúsinu. Margir lögreglumenn verða við athöfnina, bæði til að standa heiðursvörð og sinna öryggisgæslu. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir að af öryggisástæðum sé ekki gefið upp hve margir lögregluþjónar komi að athöfninni. Hann segir öryggisgæslu með svipuðu yfirbragði og við síðustu innsetnigarathöfn fyrir fjórum árum. Þó sé ljóst að afstaða manna til öryggis æðstu ráðamanna hafi breyst á síðust árum og að menn taki að sjálfsögðu mið af því. Mikilvægt sé þó að vera meðvitaður um að Íslendingar séu fjarri hringiðu ógnaratburða og nauðsynlegt sé að finna skynsamlegt jafnvægi. Vegna endurbóta á húsnæði Alþingis standa menn í ströngu við að gera þar allt klárt fyrir morgundaginn. Ólöf Þórarinsdóttir, sem hefur umsjón með undirbúningi í Alþingishúsinu vildi ekki hleypa kvikmyndatökumönnum inn í húsið í dag til að taka myndir af undirbúningnum þar sem hún óttaðist að það gæti truflað störf þeirra manna sem þar vinna. Kvikmyndatökumenn hafa hins vegar aldrei verið taldir trufla störf þeirra 63ja þingmanna sem þarna vinna lungann úr árinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sver embættiseiða í þriðja sinn á morgun. Athöfnin fer fram á meðan á endurbótum á Alþingishúsinu stendur og var fjölmiðlum af þeim sökum synjað um leyfi til að sýna frá undirbúningi fyrir innsetningarathöfnina. Helmingur ríkisstjórnarinnar verður fjarverandi við athöfnina. Athöfnin hefst á morgun klukkan hálf fjögur með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Almenningi er heimilt að vera við athöfnina á meðan húsrúm leyfir. Hálfri klukkustund síðar ganga boðsgestir til Alþingishússins. Þar lýsir forseti Hæsaréttar forsetakjöri, forseti undirritar drengskaparheit að stjórnarskránni og gengur síðan fram á svalir Alþingis ásamt eiginkonu sinni og minnist fósturjarðarinnar. Gjallarhorn verða umhverfis Alþingishúsið svo almenningur geti heyrt það sem fram fer bæði í kirkjunni og Alþingishúsinu. Margir lögreglumenn verða við athöfnina, bæði til að standa heiðursvörð og sinna öryggisgæslu. Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn segir að af öryggisástæðum sé ekki gefið upp hve margir lögregluþjónar komi að athöfninni. Hann segir öryggisgæslu með svipuðu yfirbragði og við síðustu innsetnigarathöfn fyrir fjórum árum. Þó sé ljóst að afstaða manna til öryggis æðstu ráðamanna hafi breyst á síðust árum og að menn taki að sjálfsögðu mið af því. Mikilvægt sé þó að vera meðvitaður um að Íslendingar séu fjarri hringiðu ógnaratburða og nauðsynlegt sé að finna skynsamlegt jafnvægi. Vegna endurbóta á húsnæði Alþingis standa menn í ströngu við að gera þar allt klárt fyrir morgundaginn. Ólöf Þórarinsdóttir, sem hefur umsjón með undirbúningi í Alþingishúsinu vildi ekki hleypa kvikmyndatökumönnum inn í húsið í dag til að taka myndir af undirbúningnum þar sem hún óttaðist að það gæti truflað störf þeirra manna sem þar vinna. Kvikmyndatökumenn hafa hins vegar aldrei verið taldir trufla störf þeirra 63ja þingmanna sem þarna vinna lungann úr árinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira