Skattakóngur Íslandssögunnar 30. júlí 2004 00:01 "Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin." Skattar Tekjur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
"Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin."
Skattar Tekjur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira