Skattakóngur Íslandssögunnar 30. júlí 2004 00:01 "Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin." Skattar Tekjur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
"Þetta var ansi bólginn dagur," sagði Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður Landsbankans og skatthæsti einstaklingur Íslandssögunnar, samkvæmt álagningarseðlum skattstjóraembættanna sem birtir voru í gær. Björgólfur greiðir 295 milljónir í opinber gjöld, sem að mestu er fjármagnstekjuskattur vegna sölu og kaupa á eignarhlutum í fyrirtækjum sem eru skráð erlendis. Það samsvarar 800 þúsund krónum á dag að meðaltali hvern dag ársins. "Ég er sáttur við þetta. Það er ekkert verið að taka meira af mér en öðrum. Þetta er auðvitað bara ákveðin prósenta af tekjum og gilda sömu lög um mig og aðra, ég er búinn að hafa miklar tekjur," sagði Björgólfur. "Hið gleðilega við þetta er þó það að peningarnir koma erlendis frá. Ég hef starfað erlendis í viðskiptum og hef tekið þaðan hagnað. Ég valdi að greiða fjármagnstekjuskattinn hingað heim. Það fer vonandi að verða meira um það að Íslendingar með erlendar tekjur greiði skatta sína hingað til samfélagsins," segir hann. Björgólfur segir að það sé hlutverk sitt að styrkja það ágæta samfélag sem við búum í og stuðla að uppbyggingu. Áhugi hans beinist að því að koma að rekstri fyrirtækja hér á landi og skapa eftirsóknarverð störf fyrir ungt fólk. Spurður hvernig það væri að horfa nokkur ár til baka til þess tíma sem gæfan var honum ekki jafn hliðholl segir Björgólfur að það sýni einfaldlega hve möguleikarnir séu miklir í lífinu ef menn gefast ekki upp og sjá alltaf nýjan dag. "Ef einar dyr lokast, opnast nýjar. Ég er þakklátur fyrir að það skuli ganga vel hjá mér. Mér finnst ég heppinn að hafa fengið að vinna með því góða fólki sem ég hef unnið með síðustu tíu árin."
Skattar Tekjur Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira