Leikir eru frískandi 27. júlí 2004 00:01 "Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
"Ég stunda nú enga reglubundna líkamsrækt en mér finnst gaman í frisbí, körfubolta og fótbolta," segir Karl Ingi Karlsson, söngvari og forritari í hljómsveitinni Dáðadrengir. "Ég er meira í svona yndislega asnalegum leikjum. Eins og fótbolta sem er frekar asnalegur því maður svitnar og svoleiðis en hann er mjög sjarmerandi í asnaleika sínum. Síðan fer ég stundum í göngutúr með fjölskylduhundinn sem er nú svo ekkert þrek, bara útivera. Ég fer helst í leiki eftir vinnu og týni mér alveg í þeim," segir Karl en þeir Dáðadrengir fara oft saman í leiki og finna samheldni í frisbíi. Það hittir svo skemmtilega á að Dáðadrengir voru að gefa út nýtt lag sem heitir Bara smá og myndbandið við það er einmitt íþróttamyndband. "Þetta er svona halda í formi-myndband. Í myndbandinu erum við í fótbolta og á hlaupahjóli. Reyndar er lagið bara tvær mínútur en það eru gæðin sem skipta máli, ekki lengdin," segir Karl en Dáðadrengir eru sem stendur að vinna í upptökum á nýrri plötu. "Ég fer bara í leiki á sumrin en á veturna held ég mér í formi með því að spila tölvuleiki og auðvitað að spila á tónleikum. Ég á það til að svitna mjög mikið, sérstaklega ef ég er ekki búinn að spila körfubolta lengi. Þá er ég alveg búinn eftir eitt gigg. Það er svo töff þegar stórhljómsveitir eins og Linkin Park eru með súrefniskúta á sviðinu. Ég þarf eiginlega að redda mér svoleiðis. Ég bara veit ekki um neina verslun á Íslandi sem selur svoleiðis," segir Karl sem hugsar þó ekkert sérstaklega um mataræðið. "Ég hugsa ekki um mataræðið út frá hollustu heldur frekar út frá peningum. Ég er forfallinn sælkeri og borða mikið af því sem mér finnst gott. Ég er mjög heppinn því ég brenni hratt og því hef ég aldrei lent í vandræðum með að vera of feitur. Ég ætti samt að passa mig og ég kvíði þeim degi meira en dauðadegi mínum þegar ég þarf að hafa áhyggjur af þyngdinni. Ég pæli ekki mikið í því sem er hollt og óhollt. Ég borða bara það sem ég vil þangað til ég gubba. Þá legg ég mig aðeins og byrja svo að borða aftur," segir Karl sem finnst þó afskaplega frískandi og skemmtilegt að fara út í leiki eftir langar hljómsveitaræfingar. lilja@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira