Fjölmiðlalögin felld úr gildi 22. júlí 2004 00:01 Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Alþingi felldi fjölmiðlalögin úr gildi rétt fyrir hádegi með 32 atkvæðum að lokinni þriðju umræðu málsins. Breytingar allsherjarnefndar á fjölmiðlafrumvarpinu voru fyrst samþykktar við aðra umræðu á Alþingi í gærkvöld með 31 atkvæði stjórnarliða. 28 sátu hjá og fjórir greiddu ekki atkvæði. Áður en atkvæðgreiðslan hófst rétt fyrir hádegi tóku nokkrir þingmenn til máls og gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði þetta vera sögulega atkvæðagreiðslu því með henni væri að ljúka hundrað daga stríði ríkisstjórnarinnar við þjóðina og þjóðin hefði haft fullan sigur. Yfirlýsingin sem fælist í þessari samþykkt þingsins fæli líka í sér yfirlýsingu um að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá forseta Íslands að beita 26. grein stjórnarskrárinnar til þess að synja málinu samþykktar og setja það í ferli þjóðaratkvæðagreiðslu. Össur sagði jafnframt að ákvörðun ríkisstjórnarinnar fæli í sér árétttingu á mikilvægi greinarinnar, og málskotsréttarins sérstaklega, sem eins af grundvallaratriðumn í okkar stjórnskipan. Formaður Samfylkingarinnar sagði ríkja stjórnskipulegan vafa á því hvort unnt sé að taka mál, sem búið er að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, úr henni. Af þeim sökum gætu þingmenn Samfylkingarinnar ekki tekið ábyrgð á þessu verki og sætu því hjá í atkvæðagreiðslu þingsins um málið. Snarpar umræður urðu á þinginu strax eftir að þingfundur hófst klukkan tíu í morgun. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna tóku fyrstir til máls og fóru þeir mikinn í ræðustóli um meintan valdhroka stjórnarflokkanna. Þeir voru sammála um að þjóðin hefði átt að fá að kjósa um fjölmiðlalögin fremur en þau væru dregin til baka. Eina breytingin á lögunum er að gerðar hafa verið breytingar á skipan útvarpsréttarnefndar. Forseti Íslands fær síðan þessi nýju lög til staðfestingar og kemur þá í ljós á næstu dögum hvort hann staðfestir þau með undirskrift eða vísar þeim einnig til þjóðarinnar, eins og fyrri fjölmiðlalögum. Hægt er að hlusta á Össur Skarphéðinsson gera grein fyrir atkvæði sínu í þinginu með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira