Hafnar beitingu fjölmiðla í málinu 21. júlí 2004 00:01 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu. Jón Ásgeir keypti allar eigur Jóns Ólafssonar í nóvember síðastliðnum, þar með talin Norðurljós, sem þá rak m.a. Stöð 2, Sýn og ýmsar útvarpsstöðvar. Áður hafði Jón Ásgeir keypt sig inn í Fréttablaðið og DV en í janúar á þessu ári sameinuðust allir miðlarnir undir hatt Norðurljósa, ásamt fleiri fyrirtækjum. Eigendur og stjórnendur Norðurljósa hafa, frá því fyrsta fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram, sagt að því væri beint gegn fyrirtækinu, enda hefði þurft að skipta því upp ef lögin hefðu náð fram að ganga. Það er engin launung að andað hefur köldu á milli Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra síðustu misserin og hafa ýmsir séð samhengi þar á milli. Aðspurður hvort hann sé sáttur við niðurstöðuna í fjölmiðlamálinu segist Jón Ásgeir halda að þetta sé góð niðurstaða fyrir alla. Hann segist ekki líta svo á að hann hafi „unnið sigur“ í málinu heldur sé það sigur fyrir alla að málið sé skoðað ofan í kjölinn og allir málsaðilar fái að koma að lagasetningu fjölmiðla. Honum finnst málið hafa verið persónugert ansi mikið. Jón Ásgeir segist ekki kannast við að hafa rekið einhverja pólitík í málinu. Aðspurður hvort hann hyggist eiga áfram hlut í fjölmiðlum segist Jón hafa áhuga á því, enda sjái hann ýmis tækifæri fólgin í því. Hann segist helst vilja sjá fyrirtæki eins og Norðurljós skráð á hlutabréfamarkað sem almenningshlutafélag. Spurður hvort hann búist við að það gangi eftir á næsta ári, eins og talað var um sl. vetur, segir Jón Ásgeir nýja stöðu komna upp í því máli sem gæti gert það að veruleika. Hægt er að hlusta á viðtal við Jón Ásgeir úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs og aðaleigandi Norðurljósa, hafnar því að hafa beitt fjölmiðlum fyrirtækisins gegn stjórnvöldum í fjölmiðlamálinu. Jón Ásgeir keypti allar eigur Jóns Ólafssonar í nóvember síðastliðnum, þar með talin Norðurljós, sem þá rak m.a. Stöð 2, Sýn og ýmsar útvarpsstöðvar. Áður hafði Jón Ásgeir keypt sig inn í Fréttablaðið og DV en í janúar á þessu ári sameinuðust allir miðlarnir undir hatt Norðurljósa, ásamt fleiri fyrirtækjum. Eigendur og stjórnendur Norðurljósa hafa, frá því fyrsta fjölmiðlafrumvarpið var lagt fram, sagt að því væri beint gegn fyrirtækinu, enda hefði þurft að skipta því upp ef lögin hefðu náð fram að ganga. Það er engin launung að andað hefur köldu á milli Jóns Ásgeirs og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra síðustu misserin og hafa ýmsir séð samhengi þar á milli. Aðspurður hvort hann sé sáttur við niðurstöðuna í fjölmiðlamálinu segist Jón Ásgeir halda að þetta sé góð niðurstaða fyrir alla. Hann segist ekki líta svo á að hann hafi „unnið sigur“ í málinu heldur sé það sigur fyrir alla að málið sé skoðað ofan í kjölinn og allir málsaðilar fái að koma að lagasetningu fjölmiðla. Honum finnst málið hafa verið persónugert ansi mikið. Jón Ásgeir segist ekki kannast við að hafa rekið einhverja pólitík í málinu. Aðspurður hvort hann hyggist eiga áfram hlut í fjölmiðlum segist Jón hafa áhuga á því, enda sjái hann ýmis tækifæri fólgin í því. Hann segist helst vilja sjá fyrirtæki eins og Norðurljós skráð á hlutabréfamarkað sem almenningshlutafélag. Spurður hvort hann búist við að það gangi eftir á næsta ári, eins og talað var um sl. vetur, segir Jón Ásgeir nýja stöðu komna upp í því máli sem gæti gert það að veruleika. Hægt er að hlusta á viðtal við Jón Ásgeir úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira