Alþingi ræðir frumvarp um afnám 20. júlí 2004 00:01 Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Alþingi verður kallað saman á morgun til að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna. Samkomulagið var kynnt í allsherjarnefnd síðdegis. Forsætisráðherra segist ekki líta svo á að ríkisstjórnin hafi bakkað, hann segir alla stjórnmálaflokka vilja setja lög um fjölmiðla nema þá, sem sækja stefnu sína til Norðurljósa. Fjölmiðlamálinu sem hefur sett allt á annan endanní þjóðfélaginu undanfarna mánuði gæti lokið á morgun. Útbýtingarfundur verður haldinn á Alþingi í kvöld og vonast til að hægt verði að afgreiða lög frá Alþingi, sem afnema fjölmiðlalögin frá því í vor með afbrigðum, á morgun. Fjölmiðlalögin verða felld úr gildi samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var formlega eftir fund Allsherjarnefndar um miðjan dag í dag. Til að hægt sé að samþykkja frumvarpið á morgun þarf stuðning stjórnarandstöðunnar þar sem frumvörp þurfa að liggja inni í tvær nætur minnst eftir útbýtingu svo að þau megi ræða. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði eftir fund nefndarinnar í dag að fjölmiðlalögin verði felld brott eins og eins og gert hafi verið ráð fyrir en aðal breytingin fælist í því að ekki verði sett ný lög um fjölmiðla á þessu þingi. Hann sagði frumvarp ríkisstjórnarinnar hafa verið ákveðna tilraun til að ná sáttum í vandasamri stöðu, það hafi ekki tekist og að svo komnu máli þætti þetta besta niðurstaðan. Hann taldi það íkjur að ósættið hefði verið milli ríkisstjórnarflokkanna heldur hafi engin sátt tekist við stjórnarandstöðuna sem hafi allt frá byrjun barist gegn málinu. Hann sagðist eiga von á því að nýtt frumvarp um fjölmiðla komi fram bráðlega. Davíð Oddsson sagðist eftir ríkisstjórnarfund í morgun hafa verið forsætisráðherra í þrettán ár og fjóra mánuði, þetta mál væri ekki það stærsta á hans ferli. Vissulega væri leiðinlegt að á þessum tíma hefði Ólafur Ragnar Grímsson ákveðið að ráðast á Alþingi Íslendinga. Honum fannst málið ekki ósigur fyrir sig þar sem það væri vilji allra að setja reglur um fjölmiðla þó það yrði í haust. Það væru ekki nema þeir sem væru bein handbendi aðila úti í bæ sem væru á öðru máli. Davíð sagði að stjórnarandstaðan hefði ekkert lagt til málanna. Einungis þyrfti að hringja upp í Norðurljós til að vita hver afstaða þeirra væri. Jónína Bjartmarz varaformaður Allsherjarnefndar segir að niðurstaðan sé fengin á grunvelli samkomulags stjórnarflokkana og vinnu Alllsherjarnefndar sem hafi skoðað hvort þessi leið væri fær út frá stjórnskipun. Hún segir að skiptar skoðanir hafi verið milli Framsóknarmanna en þó hefði fleiri verið sammála því að setja þyrfti einhver lög um fjölmiðla. Það sem menn hefðu verið ósáttir við væri sá ágreiningur sem þetta mál leiddi af sér. Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segist fegin að málinu sé lokið. Nú þurfi að raða taflmönnunum upp á nýtt. Málið hafi verið erfitt en stundum verði maður að bakka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira