Innlent

Þjóðarhreyfingin starfar áfram

Þjóðarhreyfing um lýðræði, sem hefur barist gegn fjölmiðlalögunum, segist enn hafa hlutverki að gegna. Hreyfingin verði ekki lögð niður. Ólafur Hannibalsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar telur Alþingi ekki hafa vald til að afturkalla fjölmiðlafrumvarpið þar sem það sé enn í höndum þjóðarinnar eftir synjun forseta á því. Því sé sú leið sem nú á að fara stjórnarskrárbrot en hins vegar sé hún fagnaðarefni fyrir andstæðinga frumvarpsins. Hann segir það bót í máli fyrir hreyfinguna að fjölmiðlafrumvarpið sé aftur komið á byrjunarreit líkt og ef þjóðin hefði fellt það í þjóðaratkvæði. Freklegar hefði verið brotið á þeim sem voru meðmæltir frumvarpinu. Það hafi einnig áunnist að þingmenn hafi fengið vopn í hendur til að berjast gegn foringjaræði, þeir geti nú krafist þess að þingmál og frumvörp séu þannig frá gengin að hægt sé að bera þau undir þjóðardóm. Hann telur ljóst að þörf sé á nærveru Þjóðarhreyfingarinnar vegna þeirra stríðsyfirlýsinga um að þetta ástand krefjist gagngerra breytinga á stjórnarskránni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.