Ævintýrahús í garðinum 19. júlí 2004 00:01 Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn. Hús og heimili Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn.
Hús og heimili Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp