Ævintýrahús í garðinum 19. júlí 2004 00:01 Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn. Hús og heimili Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira
Litlar stúlkur dreymir gjarnan um dúkkuhús í garðinum en fæstar sjá drauminn rætast á sama hátt og Rakel Stefánsdóttir, 6 ára Hafnarfjarðarmær, sem á sitt eigið litla einbýlishús með öllu í garðinum við Herjólfsgötu 10 í Hafnarfirði. Húsið smíðaði pabbi hennar, Stefán Hákonarson, og mamma hennar, Elín Árnadóttir, saumaði gardínur og málaði á skilti við húsið. Þar að auki hefur Rakel sinn eigin póstkassa, falleg blóm í blómakassa fyrir utan gluggann og litla verönd. Inni eru hillur, borð og stólar og aðstaða til að bjóða gestum og gangandi upp á "kaffi og kökur" sem blaðamaður þiggur með þökkum. Rakel notar húsið sitt mikið og segist oft leika sér þar með vinum sínum og frændsystkinum. Stefán, sem er smiður að mennt, gekk lengi með hugmyndina að húsinu í maganum. "Hér á lóðinni býður öll aðstaða upp á þetta. Ég vildi hafa húsið vandað heilsárshús," segir Stefán og hlær, "ekki hús sem fýkur í fyrsta roki." Stefán og Elín teiknuðu húsið í sameiningu og hófust svo handa. "Draumurinn var að hafa það ævintýralegt og fallegt, það urðu til dæmis að vera hjörtu í gluggahlerunum," segir Elín hlæjandi. "Við vorum smá tíma að ákveða þakskeggið og upphaflega áttu að vera girðingarstaurar í girðingunni en svo fannst okkur fallegra að hafa "claustra" eða fléttugirðingu. "Við erum öll jafn ánægð með útkomuna," segir Stefán og Rakel litla kinkar kolli til samþykkis. Þau hjón eiga samanlagt tíu börn og sjö barnabörn, en Rakel er sú fyrsta sem eignast svona flott dúkkuhús. "Barnabörnin kunna vel að meta þetta," segir Stefán sem hyggur á smíði fleiri húsa fyrir fjölskyldumeðlimina og svo tekur hann að sér að smíða svona hús fyrir þá sem óska. Stefán smíðar líka palla og hvað eina sem fólk vanhagar um í garðinn sinn.
Hús og heimili Mest lesið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Fleiri fréttir Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Sjá meira