Heldur að ríkisstjórnin falli ekki 15. júlí 2004 00:01 Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, gáfu lítið út á óeiningu innan flokka sinna vegna nýs fjölmiðlafrumvarps eftir rúman klukkustundarfund í Stjórnarráðinu í gær. Þeir greindu ekki frá niðurstöðu fundarins en sögðust telja að ríkisstjórnarsamstarfið væri ekki í hættu. Halldór Ásgímsson sagði að fundinum loknum að hann haldi að ríkisstjórnin muni ekki falla. "Þetta er ekki þannig mál að það væri réttlætanlegt að mínu mati að ríkisstjórnin færi frá út af því. Það eru önnur mál sem eru miklu mikilvægari." Hann sagði stjórnarsamstarfið þola ýmislegt og stjórnarflokkana samstíga um að finna lausn. Halldór fundaði með flestum þingmönnum flokksins, aðstoðarmönnum og ráðherrum í utanríkisráðuneytinu fyrir fundinn við Davíð. Hann gaf ekki upp hverjar kröfur og fyrirmæli fundarins fyrir fundinn við Davíð hafi verið. "Lýðræðisleg umræða innan Framsóknarflokksins er ekki þrýstingur. Það er eðlilegt að menn tali um málið og ég tek tillit til þess en ég vil ekki kalla það hvorki þrýsting eða byltingu þó að menn ræði málin opinskátt." Halldór segir beðið eftir málsmeðferðar allsherjarnefndar áður en næstu skref liggi fyrir. Undir það tekur Davíð Oddsson og segir jafnframt að allsherjarnefnd verði ekki lagðar línurnar. Áður en Davíð hitti Halldór sat hann fund sjálfstæðismanna í allsherjarnefnd án Arnbjargar Sveinsdóttur auk Halldórs Blöndals og Björns Bjarnasonar í Alþingishúsinu við Austurvöll. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sem frestaði fundi allsherjarnefndar rétt fyrir hádegi sagði eftir fundinn með Davíð að ekki hefði verið skoðað í neinni alvöru að draga frumvarpið til baka. Um hugsanlegar breytingar sagði hann: "Það er ekki tímabært að segja hvort eða hvaða breytingar við erum að ræða strax í kjölfarið á því að við erum að ljúka við að taka á móti umsagnaraðilum og öðrum gestum. Við vorum að klára þann fund í morgun. Fyrir mitt leyti er það fullkomlega eðlilegt að við leggjumst núna yfir málið og förum mjög vandlega yfir það, enda blasir það við öllum að þetta er mjög umdeilt mál og hvílir mikil ábyrgð og skylda að vanda mjög til verka núna í framhaldinu."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði