Hefur helgina til að finna lausn 15. júlí 2004 00:01 Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru sammála um að láta helgina líða áður en frekari lausnar á ágreiningi þeirra í fjölmiðlamálinu verður leitað. Samkomulag um annað liggur ekki fyrir Framsóknarmenn sem Fréttablaðið ræddi við telja málið komið í ógöngur og vilja draga núverandi frumvarp til baka. Ekki er stemmning fyrir því í forystu Sjálfstæðisflokksins. Þar líta menn svo á að með því hefðu menn tekið á sig pólitísk óþægindi vegna málsins án þess að ljúka því. Framsóknarmenn telja mikið í húfi og eru sannfærðir um að forsetinn muni ekki skrifa undir nýja frumvarpið. Þeir eru ekki tilbúnir í þann slag. Innan þingmannahóps Sjálfstæðisflokksins telja menn talsverðar líkur á að forsetinn skrifi ekki undir, en eru tilbúnir í slaginn. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson hittust í gær og ræddu málin. Niðurstaða þess fundar er að láta helgina líða. Alsherjarnefnd mun koma saman eftir helgi og eftir það munu línur skýrast frekar. Davíð útilokaði ekki að frumvarpið yrði dregið til baka. "Það hefur engin þess háttar ákvörðun verið tekin. Nefndin er með málið og kemur saman á nýjan leik hygg ég eftir helgi." Að því loknu færi málið til þingsins. Fyrir fund Davíðs og Halldórs áttu þeir fundi með sínu fólki. Davíð snæddi hádegisverð í þinginu með þingmönnum flokksins í allsherjarnefnd. Halldór átti fund með forystufólki Framsóknarflokksins í utanríkisráðuneytinu. Hvorki Davíð né Halldór vildu tjá sig um viðræður sínar eftir fundinn, en lýstu ánægju með hann. Þeir telja stjórnarsamstarfið ekki í hættu. Innan þingmannahóps Framsóknarflokksins telja menn afstöðu samstarfsflokksins einkennast af einstrengingshætti. Þeir telja alltof mikinn tíma farinn í málið og það sé farið að bitna á öðrum mikilvægum málum sem stjórnin eigi að fara að snúa sér að. Núverandi frumvarp með annarri synjun forseta myndi halda því áfram í þeim ógöngum sem það sé í nú. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru sjálfstæðismenn fullmeðvitaðir um að framsóknarmenn vilji bakka í málinu. Boltin er í herbúðum Davíðs og helgin verður notuð til að leita niðurstöðu.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira