Óskhyggja eða breyttar forsendur? 15. júlí 2004 00:01 Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjármálastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari "ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum". Stofnunin vísar jafnframt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu "fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum". Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlögum síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. "Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhaldslegur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsingar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess," segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent rækilega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjármagn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjárlögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist "Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygiferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eðlilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma," segir Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjárlögin hafa ekki gengið eftir. "Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla útgjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni." Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjárlögin ekki litið jafn vel út. "Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú," svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúrkeyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöldum umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann bendir á að þó Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orðið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. "Þetta snýst ekki um óheimil útgjöld," segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum útgjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamningar sem auka útgjöld meira en búist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur og segir að við því verði að bregðast með fjáraukalögum eins og kveðið sé á um í fjárreiðulögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og aukinna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið aflað fyrir hvoru tveggja. Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjármálastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari "ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum". Stofnunin vísar jafnframt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu "fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum". Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlögum síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. "Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhaldslegur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsingar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess," segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent rækilega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjármagn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjárlögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist "Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygiferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eðlilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma," segir Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjárlögin hafa ekki gengið eftir. "Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla útgjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni." Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjárlögin ekki litið jafn vel út. "Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú," svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúrkeyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöldum umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann bendir á að þó Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orðið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. "Þetta snýst ekki um óheimil útgjöld," segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum útgjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamningar sem auka útgjöld meira en búist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur og segir að við því verði að bregðast með fjáraukalögum eins og kveðið sé á um í fjárreiðulögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og aukinna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið aflað fyrir hvoru tveggja.
Innlent Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði