Fer óbreytt úr allsherjarnefnd 14. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið verður væntanlega afgreitt óbreytt úr allsherjarnefnd, segir Bjarni Benediktsson, formaður nefndarinnar. Stjórnarandstaðan segir að umfjöllun um málið sé lokið í nefndinni og vill leggja fram álit í kvöld, en meirihluti nefndarinnar hefur boðað Samkeppnisstofnun á fund í fyrramálið. Þótt formlegur frestur til að veita umsögn um nýja fjölmiðlafrumvarpið sé liðinn, voru gestir boðaðir á fund nefndarinnar í dag. Fyrstir mættu fulltrúar Norðurljósa og Ríkisútvarpsins og rétt fyrir hádegi komu fulltrúar Skjás eins, Stöðvar eitt og Útvarps Sögu. Eftir hádegi fundaði allsherjarnefnd með fulltrúum Blaðamannafélagsins og starfsmannafélags Fréttar. Rætt var um efnisatriði frumvarpsins og þær breytingar sem gerðar hafa verið, miðað við gildandi lög, en flestir gestanna sögðu nýtt frumvarp engu breyta um afstöðu þeirra til laganna. Nú síðdegis var svo ákveðið að boða fulltrúa Samkeppnisstofnunar á fund nefndarinnar klukkan níu í fyrramálið. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir líklegt að málið verði afgreitt úr nefnd á morgun, en ekki er ljóst á þessari stundu hvenær önnur umræða hefst um málið á Alþingi. Hann sagði að ekki væri verið að ræða neinar breytingar og því líklegt að það fari óbreytt í aðra umræðu. Um þrjátíu sérfræðingar og hagsmunaðilar hafa þegar mætt fyrir nefndina og lagt fram álit um nýja frumvarpið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar í allsherjarnefnd segja sterk rök hafa komið fram um það að frumvarpið brjóti gegn stjórnarskránni og að ekki sé heimilt að hætta við áður boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir segja komið að leikslokum í málinu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir þeim ekkert að vanbúnaði að ljúka yfirverð málsins í kvöld og að þau treysti sér til leggja fram nefndarálit strax. Því ætti ekkert að mæla gegn því að málið komi til umræðu á Alþingi á morgun eða föstudag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Sjá meira