Stjórnin brýtur stjórnarskrána 12. júlí 2004 00:01 Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sigurður Líndal lagaprófessor segir að ríkisstjórnin brjóti stjórnarskrána með þeim vinnubrögðum sem hún viðhafi í fjölmiðlamálinu. Hann segir mismunandi álit löglærðra manna skýrast af því að sumir þeirra séu í vinnu hjá stjórnvöldum við að réttlæta málstað þeirra. Formaður Samfylkingarinnar segir að eftir fundi allsherjarnefndar sé ljóst að ekki standi steinn yfir steini í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Allsherjarnefnd kom saman klukkan 9 í morgun og hélt áfram að fara yfir fjölmiðlafrumvarpið. Morgunverk nefndarinnar fólust í því að hitta fjóra löglærða menn til að ræða við þá um fjölmiðlafrumvarpið hið síðara. Þeir voru að sjálfsögðu ekki á sama máli um vinnubrögð ríkisstjórnarinnar í málinu. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segist líta svo á að Alþingi megi fella úr gildi og breyta lögunum sem sett voru í vor. Hann segir enga skerðingu á þeirrri heimild sé að finna í stjórnarskránni. Ástráður Haraldssson hæstarréttarlögmaður segir að ef menn ætli að fella lögin úr gildi sé ekki unnt að hafa gildisfellinguna og setningu nýrra efnisatriða um fjölmiðla í sama lagafrumvarpinu. Sigurður Líndal lagaprófessor segir sína niðurstöðu vera þá að sú aðferð sem nú sé viðhöfð standist ekki samkvæmt stjórnarskrá. Hann kallar hana „stjórnarskrársniðgöngu“ og segir það fela í sér lögbrot líkt og þegar talað er um „skattasniðgöngu“. Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, segir þessa hugtakanotkun Sigurðar sýna svolítið kjarna vandans; ekki sé um að ræða skýrt brot heldur sniðgöngu og menn séu að reyna að fóta sig í þessu. Bjarni segir að þrátt fyrir allt sé gagnlegt að heyra hin ólíku sjónarmið hinna löglærðu manna en hann telur of snemmt að segja til um hvort frumvarpið taki breytingum í meðförum nefndarinnar. Jón Steinar segir lögfræðina vera komna á flot um svör við ýmsum álitamálum í þjóðfélaginu. Þetta sé vandamál sem þurfi að ræða ítarlega á næstunni. Sigurður Líndal telur sig hafa skýringu á því hvers vegna löglærðir menn hafi svo mismunandi skoðanir á vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í fjölmiðlamálinu. Spyrja þurfi: „Er lögfræðingurinn í þjónustu þess aðila sem vill fá umsögnina?“ Sigurður segir lögfræðinga geta verið í þjónustu ríkis, fyrirtækis, einstaklings eða sveitarfélags og ef þeir séu að taka afstöðu til mála sem snerta þessa aðila þá hafi þeir „stöðu málflutningsmannsins“. Það sé ekki vegna þess að þeir séu „endilega lélegir lögfræðingar eða óheiðarlegir heldur er það þeirra hlutverk að gera málstað umbjóðanda síns eins góðan og efni standa til, leita að rökum honum til fulltingis,“ segir Sigurður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir skýran mun á þeim sem mæla gegn vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og þeim sem styðja vinnubrögðin. Þeir sem séu hlutlausir, þeir sem séu fræðimenn, eru sammála að sögn Össurar og nefnir Sigurð Líndal og Eirík Tómasson lagapófessor sem dæmi. Hann segir þá telja málsferðina ótvírætt vera brot á stjórnarskránni. Össuri sýnist, eftir þessa yfirferð, varla standa steinn yfir steini hjá ríkisstjórninni í málinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira