Breytingar á frumvarpi hugsanlegar 9. júlí 2004 00:01 Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að nýja fjölmiðlafrumvarpið taki breytingum í meðferð allsherjarnefndar. "Í þingnefndinni er ekkert útilokað að [...] gera breytingar á þeim texta sem lagður er fram í þessu frumvarpi," sagði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra í ræðu sinni um frumvarpið á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki útilokað að breytingar verði gerðar á því ákvæði frumvarpsins er varðar rétt til að afturkalla útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi árið 2007. "Ef þetta frumvarp verður óbreytt hvað þetta atriði varðar má segja að það sem við fjölluðum um í nefndaráliti okkar í vor eigi við meira eða minna óbreytt," segir Bjarni. "Við tókum á því í nefndarálitinu að sú staða kynni að koma upp að ríkið yrði bótaskylt. Deilurnar um þetta ákvæði þá stóðu að hluta til um það hvort rétt væri að veita útvarpsréttarnefnd heimild til þess að afturkalla útvarpsleyfi. Þetta nýja frumvarp er sambærilegt frumvarpinu sem lá fyrir þinginu í vor hvað þetta atriði varðar. Niðurstaða þingsins í vor var að setja inn bráðabirgðaákvæði til að framlengja þau leyfi sem runnu út til 2006 fram að því tímamarki og að leyfa öðrum leyfum að renna út," segir Bjarni. Spurður um hvort niðurstaða þingsins yrði ekki sú sama nú, segir hann að það yrði "verulega mikil tilslökun" en það væri þó ekki útilokað. Stjórnarliðar sögðu við Fréttablaðið í gær að þeir teldu að stjórnarandstaðan væri ekki í sáttahug og því væri ekki útlit fyrir einhug um hvaða breytingar frumvarpið ætti að taka í nefnd. Stjórnarandstaðan myndi hafna hvaða breytingartillögum sem lagðar yrðu fram því það væri hagur þeirra að ósátt væri um málið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að nýja fjölmiðlafrumvarpið taki breytingum í meðferð allsherjarnefndar. "Í þingnefndinni er ekkert útilokað að [...] gera breytingar á þeim texta sem lagður er fram í þessu frumvarpi," sagði Geir H. Haarde, fjármálaráðherra í ræðu sinni um frumvarpið á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki útilokað að breytingar verði gerðar á því ákvæði frumvarpsins er varðar rétt til að afturkalla útvarpsleyfi þegar lögin taka gildi árið 2007. "Ef þetta frumvarp verður óbreytt hvað þetta atriði varðar má segja að það sem við fjölluðum um í nefndaráliti okkar í vor eigi við meira eða minna óbreytt," segir Bjarni. "Við tókum á því í nefndarálitinu að sú staða kynni að koma upp að ríkið yrði bótaskylt. Deilurnar um þetta ákvæði þá stóðu að hluta til um það hvort rétt væri að veita útvarpsréttarnefnd heimild til þess að afturkalla útvarpsleyfi. Þetta nýja frumvarp er sambærilegt frumvarpinu sem lá fyrir þinginu í vor hvað þetta atriði varðar. Niðurstaða þingsins í vor var að setja inn bráðabirgðaákvæði til að framlengja þau leyfi sem runnu út til 2006 fram að því tímamarki og að leyfa öðrum leyfum að renna út," segir Bjarni. Spurður um hvort niðurstaða þingsins yrði ekki sú sama nú, segir hann að það yrði "verulega mikil tilslökun" en það væri þó ekki útilokað. Stjórnarliðar sögðu við Fréttablaðið í gær að þeir teldu að stjórnarandstaðan væri ekki í sáttahug og því væri ekki útlit fyrir einhug um hvaða breytingar frumvarpið ætti að taka í nefnd. Stjórnarandstaðan myndi hafna hvaða breytingartillögum sem lagðar yrðu fram því það væri hagur þeirra að ósátt væri um málið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira