Forseta Íslands komið í klípu 7. júlí 2004 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði á Alþingi í gær að ríkisstjórnin væri að reyna að koma forsetanum í klípu með því að leggja fram í sama frumvarpi breytingu á fjölmiðlalögum og afnám laganna sem forsetinn hafði synjað. Ef forsetinn neitaði nýja fjölmiðlalögunum staðfestingar væri hann að synja því að fyrri lögin yrðu felld úr gildi og þar með að neita þjóðinni um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar og frumvarp stjórnarandstöðunnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu voru afgreidd til allsherjarnefndar að lokinni fyrstu umræðu um málin á Alþingi í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlafrumvarpið á þeim forsendum að þeir teldu málið ekki þinglegt því um sama mál væri að ræða og afgreitt hefði verið frá Alþingi í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, lagði fjölmiðlafrumvarpið fram í fjarveru Davíðs Oddssonar, sem staddur var í Bandaríkjunum. Fyrir hönd stjórnarandstöðunnar tóku einungis formenn flokkanna til máls um fjölmiðlafrumvarpið og Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var sá eini sem hélt ræðu um frumvarp stjórnarandstöðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Umræðurnar voru heitastar í upphafi þingsins er Halldór Blöndal, forseti Alþingis, las upp úrskurð sinn um að fjölmiðlafrumvarpið væri þinglegt. Stjórnarandstaðan lýsti sig ósammála úrskurðinum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna sagði að fjölmiðlafrumvarpið fæli í sér "fyrirætlan um að fara á svig við stjórnarskrána, að hafa af þjóðinni stjórnarskrárbundinn rétt til að kjósa um lagafrumvarp sem forseti hefur synjað staðfestingar og þar með fært staðfestingarvaldið yfir til þjóðarinnar." Hann sagði orðalag 26. greinar stjórnarskrárinnar afdráttarlaust. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði í ræðu sinni um störf þingsins að fjölmiðlafrumvarpið muni koma í veg fyrir að halda þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu. "Það frumvarp sem nú hefur verið sett á dagskrá verður til þess að afstýra, ef það verður samþykkt, því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla á grundvelli 26. greinar stjórnarskrárinnar í skugga fullkominnar réttaróvissu um form atkvæðagreiðslunnar sjálfrar," sagði Geir. Boðað verður til þingfundar að nýju þegar fjölmiðlafrumvarpið hefur verið afgreitt úr allsherjarnefnd. Að sögn Bjarna Bendediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki ljóst á þessu stigi hvenær það verður, en nefndin mun hittast kl. 10.30 í dag.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira