Algjör falleinkunn 2. júlí 2004 00:01 "Það er ekki hægt að gefa þessu nema algjöra falleinkunn," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, um að stjórnarflokkarnir hafi enn ekki komið sér saman um frumvarp til að leggja fyrir þingið um hvernig staðið skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. "Ef þeir hefðu verið að taka samræmd próf í vor, Halldór og Davíð, þá yrðu þeir með síðustu mönnum inn í framhaldsskóla í haust ef þeir fengju yfir höfuð skólavist." Steingrímur segir deilur stjórnarflokkannan sýna fáránleg viðbrögð stjórnarinnar við ákvörðun forsetans hafi verið. Mánuður hafi farið til spillis í ekki neitt. "Ef þeir hefðu valið hinn augljósa og einfalda kost í byrjun, að drífa sig í að undirbúa kosningarnar á þann hátt sem ekki var umdeilt væri löngu búið að dagsetja kosningarnar, setja einföld lög um framkvæmdina og utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hafin." Ráðherrar Framsóknar fóru af ríkisstjórnarfundi eftir skamma stund í gær, líkt og stjórnarandstaðan af fundi Halldórs og Davíðs fyirr nokkrum vikum. "Það er reyndar svoldið fyndið ef það er að verða hefð að menn tolli ekki inni á fundum með Davíð Oddssyni nema í kosningum," segir Steingrímur. "Það mætti spyrja hvort það væru hegðunarvandamál líka í þetta skiptið, og þá væntanlega hjá ráðherrum Framsóknarflokksins, sem hefði valdið þessari uppstyttu á fundinum." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
"Það er ekki hægt að gefa þessu nema algjöra falleinkunn," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, um að stjórnarflokkarnir hafi enn ekki komið sér saman um frumvarp til að leggja fyrir þingið um hvernig staðið skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. "Ef þeir hefðu verið að taka samræmd próf í vor, Halldór og Davíð, þá yrðu þeir með síðustu mönnum inn í framhaldsskóla í haust ef þeir fengju yfir höfuð skólavist." Steingrímur segir deilur stjórnarflokkannan sýna fáránleg viðbrögð stjórnarinnar við ákvörðun forsetans hafi verið. Mánuður hafi farið til spillis í ekki neitt. "Ef þeir hefðu valið hinn augljósa og einfalda kost í byrjun, að drífa sig í að undirbúa kosningarnar á þann hátt sem ekki var umdeilt væri löngu búið að dagsetja kosningarnar, setja einföld lög um framkvæmdina og utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hafin." Ráðherrar Framsóknar fóru af ríkisstjórnarfundi eftir skamma stund í gær, líkt og stjórnarandstaðan af fundi Halldórs og Davíðs fyirr nokkrum vikum. "Það er reyndar svoldið fyndið ef það er að verða hefð að menn tolli ekki inni á fundum með Davíð Oddssyni nema í kosningum," segir Steingrímur. "Það mætti spyrja hvort það væru hegðunarvandamál líka í þetta skiptið, og þá væntanlega hjá ráðherrum Framsóknarflokksins, sem hefði valdið þessari uppstyttu á fundinum."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira