Enn óvissa í varnarmálum Íslands 30. júní 2004 00:01 "Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
"Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göngum og í tveggja manna tali," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um fund aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. "Davíð verður að greina frá því." Halldór segir stöðu öryggismála gjörbreytta frá því að Atlantshafsbandalagið var stofnað. "Friðargæsluhlutverk NATO hefur stóraukist og sem dæmi eru Íslendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum." Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé "út í hött" að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. "Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf einhver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að hervæðast."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira