Telja takmarkanir ólýðræðislegar 29. júní 2004 00:01 Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Það er ólýðræðislegt, ólöglegt og ósiðlegt að setja takmarkanir af nokkru tagi um þjóðaratkvæðagreiðslu," sagði Jónatan Þórmundsson, talsmaður Þjóðarhreyfingarinnar, viðbragðshóp sérfræðinga, sem kynnti skýrslu um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir blaðamönnum í gær. Að skýrslunni unnu, auk Jónatans, Margrét Heinreksdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Hannibalsson, Þorvaldur Gylfason og Örn Bárður Jónsson. "Þó svo að sumar takmarkanir sýnist saklausar á yfirborðinu koma þær í veg fyrir að kjósendur séu allir jafnir," sagði Jónatan. Í stjórnarskrá séu engin takmörk á kosningarétti önnur en aldur, ríkisborgararéttur og lögheimili. og því sé hæpið að rýmka megi eða þrengja þessi kosningaskilyrð við aðrar þjóðaratkvæðagreiðslur samkvæmt stjórnarskránni. "Meginreglan er skýr samkvæmt íslenskri löggjöf og lýðræðishefð, sem og samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum: Víðtækur kosningaréttur og óheft kosningatækifæri allrar þjóðarinnar í leynilegri atkvæðagreiðslu, jafnt í almennum kosninigum sem lögbundnum þjóðaratkvæðagreiðslum, og án ósanngjarnra og ómálefnalegra skilyrða eða takmarkana," segir í skýrslunni. Jónatan benti á að í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið minnst á atkvæðagreiðslu utan kjörstaðar. Hann sagði það brot á mannréttindum, sem og borgaralegum og stjórnmálalegum réttindum þeirra kjósenda sem ekki væri gert kleift að kjósa vegna fjarveru á kjördag. Vakin var athygli á því að í hefðbundnum kosningum greiddu að jafnaði 10 prósent atkvæði utan kjörstaðar í kosningum sem fram færu að vetri til en 15-20 prósent að sumri til. Margrét Heinreksdóttir vakti athygli á því að komandi þjóðaratkvæðagreiðsla væri jafnframt prófsteinn á vilja þjóðarinnar varðandi 26. grein stjórnarskrárinnar sem kveður á um málskotsrétt forseta. Ef þáttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu verði lítil megi túlka það sem svo að vilji þjóðarinnar stæði til að afnema málskotsréttinn og taka ætti mið af því við endurskoðun stjórnarskrárinnar. "Þetta er úrslitaatriði um framtíðina og hvernig stjórnskipun okkar eigi að vera," sagði Margrét.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira