Bannað að setja takmarkanir 29. júní 2004 00:01 Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bannað er að setja takmarkanir á fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu og óhugsandi er að halda hana án þess að kostur verði gefinn á því að greiða atkvæði utan kjörfundar. Þetta segja Jónatan Þórmundsson lagaprófessor og félagar hans í Þjóðarhreyfingunni. Jónatan telur ráðleggingar „hinna vísu manna“ um að hafa takmarkanirnar hóflegar, vísbendingu um að þeir efist um að þær standist. Svokallaður viðbragðshópur sérfræðinga Þjóðarhreyfingarinnar kynnti í dag niðurstöður sínar vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin. Niðurstaða hópsins er allt önnur en starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem taldi heimilt að beita takmörkunum, en sérfræðingahópurinn telur slíkt ekki heimilt. Jónatan Þórmundsson segir að sjálfsagt hefði verið að íhuga takmarkanir ef ákvæði væru um það í stjórnarskránni. Þeim hefði hins vegar ekki verið bætt inn í hana líkt og gert hefði verið í Danmörku. Jónatani finnst að þetta þyrfti að gera hér á landi. Jónatan segir að að óbreyttum lögum sé þetta nánast óhugsandi því um leið og settar séu takmarkanir skekkist alvarlega myndin á milli kjósendahópanna. Ekki þurfi miklar takmarkanir til þess að hópurinn sem vill samþykkja lögin fái miklu sterkari stöðu en hópurinn sem vill fella þau úr gildi. Jónatan bætir við að í þessu sambandi þurfi að huga að jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar, sem og mannréttindasamningum. Eitt af því sem Þjóðarhreyfingin gerir athugasemdir við, í tengslum við skýrslu hinna svokölluðu vísu manna sem kynnt var í gær, er að þar er hvergi getið um utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sambandi við þjóðaratkvæðgreiðsluna. Jónatan bendir á að í þremur greinum stjórnarskrárinnar sé fjallað um þjóðaratkvæðagreiðslu án þess að sérstakar takmarkanir séu settar. Það sé aðeins í einni grein, sem varðar lýðveldisstofnunina árið 1944, sem kveðið sé á um að helming atkvæðisbærra manna þurfi til að samþykkja. Hann segir að í komandi atkvæðagreiðslu eigi einfaldur meirihluti að ráða sem og bara þeir sem nýta sér atkvæðisrétt sinn. Í skýrslu starfshóps ríkisstjórnarinnar er sagt að því hóflegri sem takmarkanirnar séu, þeim mun líklegri sé að þær standist. Jónatan segir þetta merki um efasemdir meðal hinna svokölluðu vísu manna og minnir á að utanríkisráðherra hafi í tvígang komist „svo skemmtilega að orði, þegar verið var að breyta fjölmiðlafrumvarpinu, að nú væri hann „vissari en áður að frumvarpið væri ekki brot gegn stjórnarskránni“. Það finnst mér táknrænt fyrir það að menn séu, slag fyrir slag, að komast á aðeins öruggari grundvöll með að lögin séu ekki brot á stjórnarskránni,“ segir Jónatan.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira