Innlent

Sýslumaður setur lögbann

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann við sölu á bætiefninu Life Extension sem heildverslunin Arnarvík ehf. hefur selt til verslana Bónus undanfarnar vikur. Heildsalan Celsus heilsu- og hjúkrunarvörur ehf. krafðist lögbannsins, en hún hefur í nokkur ár flutt inn vörur undir sama heiti og telur sig hafa öðlast vörumerkjavernd á heitinu og umbúðum varanna.  Arnarvík ehf. er, með lögbanninu, óheimilt að flytja inn og selja bætiefni undir þessu nafni. Bónus hefur hætt að selja vöruna í verslunum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×