Innlent

Keyrði út í tjörn

Betur fór en á horfðist þegar bíll keyrði út í tjörn rétt fyrir utan Flateyri á fimmta tímanum í fyrrinótt. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði fór allur bíllinn í kaf og tókst ökumanninum með naumindum að koma sér út úr bílnum. Hann þykir hafa sloppið ótrúlega vel og er lítið lemstraður. Slökkviliðið á Ísafirði náði bílnum á flot í gærmorgun og er hann mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Bílstjórinn sagði að sauðfé hafi hlaupið í veg fyrir bílinn með þessum afleiðingum en lögreglan grunar hann um ölvunarakstur. Málið er í rannsókn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×