Innlent

Nóbelsverðlaunahafi styður Ástþór

Oscar Arias Sanches, fyrrverandi forseti Kosta Ríka og handhafi friðarverðlauna Nóbels, hefur lýst yfir stuðningi sínum við Ástþór Magnússon forsetaframbjóðanda. Sanches telur að vægi smáþjóða til að stuðla að friði sé heilmikið. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að í sinni forsetatíð hafi Kosta Ríka átt stóran þátt í að miðla málum og koma á stöðugleika í Mið-Ameríku á níunda áratugnum. Þá segir Sanches Ástþór vera hugsjónamann og líkir honum við Don Kíkóta í baráttu sinni fyrir friði. Sanches studdi Ástþór einnig í forsetakosningunum 1996.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×