Innlent

R-listinn að verða lítil klíka

"Auðvitað er það áhyggjuefni að þreyta komi í samstarf sem er á þriðja kjörtímabili. Það er eitt stærsta verkefnið fyrir okkur sem starfa fyrir og styðja Reykjavíkurlistann að verða ekki valdþreytunni að bráð," segir Helgi Hjörvar alþingismaður og varaborgarfulltrúi og einn helsti hvatamaðurinn að stofnun Reykjavíkurlistans í helgarviðtali við Fréttablaðið í dag. Um þessar mundir eru tíu ár liðin frá stofnun Reykjavíkurlistans en afmælið er haldið í skugga innbyrðis deilna. Málþingi sem halda átti í vor var frestað til hausts vegna ágreinings um fyrirkomulag og fyrir rúmri viku skrifaði Sverrir Jakobsson á vef Vinstrigrænna að það væru "teikn á lofti um það að undanfarin ár hafi myndast umboðslaus "ráðhúsklíka" embættismanna sem sé engu betri en klíkan sem stjórnaði borginni á valdatíma Sjálfstæðisflokksins." Helgi segist í viðtalinu við Fréttablaðið hafa áhyggjur af því að Reykjavíkurlistinn sé að verða lítil klíka í Ráðhúsinu og segir stjórnmálaflokkana hafa mun sterkari stöðu í samstarfinu nú en áður. "Reykjavíkurlistinn er greinilega kosningabandalag stjórnmálaflokka og ekki lengur sú breiða hreyfing sem hún var."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×