Innlent

Reykingalöggjöf hafnað?

Frjálshyggjufélagið hvetur stjórnvöld til að hafna öllum hugmyndum um sérstaka löggjöf um reykingar í fréttatilkynningu sem félagið sendi út. Þar segir að slík löggjöf sé óþörf þar sem eignarréttur leysi allan þann vanda sem reykingar kunna að valda öðrum en reykingamönnum. Eigendur heimila, veitingastaða og annarra bygginga eiga sjálfir ákvörðunarrétt um hvort reykt sé á eignum þeirra eða ekki. Þá bendir félagið á að ekki megi gleyma því að reykingar valdi fólki ánægju en kunni jafnframt að valda því skaða. Sama gildi þó um sykur, majones og aðrar neysluvörur sem kunna að valda offitu og hjartasjúkdómum. Segir félagið að niðurstöður skoðanakannana sem segja að þrír af hverjum fjórum vilji reyklaus kaffihús sé ekki merki um að setja þurfi sérstök lög. Heldur vísbending um að mikil eftirspurn sé eftir slíkum kaffihúsum. Þá segir að smekkur meirihlutans sé ekki rökstuðningur fyrir frelsisskerðingu minnihlutans.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×