Geta haft ungabörn í fangelsinu 13. júní 2004 00:01 Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. Konan er frá Sierra Leone en með hollenskt vegabréf samkvæmt sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Erlendur segir að algengt sé að erlendir ríkisborgarar sem afpláni refsivist hér á landi sitji aðeins helming dómsins í stað þess að afplána tvo þriðju hluta hans eins og dæmdir landsmenn. "Það hefur verið reglan því tekið er tillit til þess að menn afpláni við miklu erfiðari aðstæður. Ættingjar eigi erfitt með að heimsækja viðkomandi og tungumálið sé erfitt," segir Erlendur. Erlendur segir að aðstæður til vistunar í eingangrun á Litla-Hrauni séu ágætar og að starfsfólk sé þjálfað til að sjá um fangana en aldrei sé gott fyrir vanfærar konur eða fólk í erfiðleikum að vera í einangrun."Það er náttúrulega ekki við sem ákveðum það heldur dómarinn sem úrskurðar í gæsluvarðhald." Erlendur segir að þegar einangruninni ljúki fari konan væntanlega í kvennafangelsið í Kópavogi. Þar njóti hún umönnunnar hjúkrunarstarfólks, fari í mæðraskoðanir og fæði á sjúkrahúsi. Hún komi síðan aftur í fangelsið þegar læknir metur að það sé í lagi."Fangelsi eru ekki byggð fyrir börn en þau mál verða bara leyst. Það eru eins manns herbergi á Kópavogsfangelsinu og það er hægt að hafa þar kornabarn. Það verður gert ef til þess kemur," segir Erlendur. Ekki er útilokað að konan afpláni í Hollandi en það þyrftu hollensk yfirvöld að samþykkja sem getur tekið langan tíma, segir Erlendur. Hann bendir á að málið sé á frumstigi og enn sé allt óljóst. "Einhverra hluta vegna valdi hún að gera þetta og slapp ekki með það. Þá tekur hún afleiðingunum af því eins og aðrir verði hún dæmd," segir Erlendur. Fréttir Innlent Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Heimilt er að konur hafi börn að eins og hálfs árs aldri innan fangelsisveggja, segir Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur og starfsmaður Fangelsisstofnunnar. Ófrísk kona var handtekin í Leifsstöð með 5.005 E-töflur í bakpoka á föstudag. Hún verður í einangrun á Litla-Hrauni til tveggja vikna og á fjögurra til sex ára dóm yfir höfði sér verði hún sakfelld. Konan er frá Sierra Leone en með hollenskt vegabréf samkvæmt sýslumanni á Keflavíkurflugvelli. Erlendur segir að algengt sé að erlendir ríkisborgarar sem afpláni refsivist hér á landi sitji aðeins helming dómsins í stað þess að afplána tvo þriðju hluta hans eins og dæmdir landsmenn. "Það hefur verið reglan því tekið er tillit til þess að menn afpláni við miklu erfiðari aðstæður. Ættingjar eigi erfitt með að heimsækja viðkomandi og tungumálið sé erfitt," segir Erlendur. Erlendur segir að aðstæður til vistunar í eingangrun á Litla-Hrauni séu ágætar og að starfsfólk sé þjálfað til að sjá um fangana en aldrei sé gott fyrir vanfærar konur eða fólk í erfiðleikum að vera í einangrun."Það er náttúrulega ekki við sem ákveðum það heldur dómarinn sem úrskurðar í gæsluvarðhald." Erlendur segir að þegar einangruninni ljúki fari konan væntanlega í kvennafangelsið í Kópavogi. Þar njóti hún umönnunnar hjúkrunarstarfólks, fari í mæðraskoðanir og fæði á sjúkrahúsi. Hún komi síðan aftur í fangelsið þegar læknir metur að það sé í lagi."Fangelsi eru ekki byggð fyrir börn en þau mál verða bara leyst. Það eru eins manns herbergi á Kópavogsfangelsinu og það er hægt að hafa þar kornabarn. Það verður gert ef til þess kemur," segir Erlendur. Ekki er útilokað að konan afpláni í Hollandi en það þyrftu hollensk yfirvöld að samþykkja sem getur tekið langan tíma, segir Erlendur. Hann bendir á að málið sé á frumstigi og enn sé allt óljóst. "Einhverra hluta vegna valdi hún að gera þetta og slapp ekki með það. Þá tekur hún afleiðingunum af því eins og aðrir verði hún dæmd," segir Erlendur.
Fréttir Innlent Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira