Innlent

Þrjár hrefnur veiddar

Búið er að veiða þrjár hrefnur það sem af er sumri af þeim 25 sem stendur til að veiða í ár. Í fyrra tók það þrjú skip hálfan annan mánuð að veiða dýrin. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá Hafró eru dýrin af svipaðri stærð og þau sem veiddust í fyrra en þau þóttu í magrara lagi. Samkvæmt vísindaáætlun stendur til að veiða alls 200 hrefnur, 200 langreyðar og 100 sandreyðar. Óvíst er hvenær veiðar á lang- og sandreyðum hefjast en líklega verða gömlu hvalveiðibátarnir notaðir þegar þar að kemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×