Innlent

Kennarar tvístígandi

Margir kennarar eru tvístígandi í afstöðu sinni til kjarasamningsins og hafa því beðið með að greiða atkvæði meðan þeir reyna að ákveða sig. Á kennarastofum landsins eiga sér stað miklar umræður um það hvað gerist ef samningnum verður hafnað. Inga María Friðriksdóttir, trúnaðarmaður kennara í fjölmennasta skóla landsins, Rimaskóla, segir að þátttaka sé mikil í atkvæðagreiðslu kennara en fyrir helgina hafi hún orðið vör við að margir kennarar hafi ekki getað hugsað sér að taka afstöðu. "Krakkarnir eru óöruggir og margir af eldri krökkunum spyrja okkur að því hvað gerist ef samningurinn verður ekki samþykktur. Við reynum að vera á léttu nótunum og svörum því náttúrlega til að skólastarfið haldi áfram," segir Inga María. Rimaskóli er fjölmennasti skóli landsins með um 800 börn og 60 kennara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×