Innlent

Minnihlutinn kærir

Minnihluti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum ætlar að kæra til félagsmálaráðherra þær samþykktir sem meirihlutinn gerði á umdeildum fundi sínum undir miðnætti, um sölu á nokkrum helstu fasteignum bæjarins. Meirihlutinn vill selja átta fasteignir bæjarins, sem meðal annars hýsa skóla og íþróttafélög, og leigja þau aftur af kaupandanum til þrjátíu ára. en minnihlutinn er því andvígur.Afgreiðsla málsins hékk á blá þræði þartil Guðrún Erlingsdóttir forseti bæjarstjórnar, frestaði á síðustu stundu boðuðum fundi, sem átti að hefjast klukkan sex. Ástæða þess var sú að Andrés Sigmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins,og stuðningsmaður meirihlutans, hafði orðið veðurtepptur uppi á landi og var væntanlegur til Eyja með Herjólfi síðar um kvöldið, en Guðríður Ásta Halldórsdóttir varamaður hans, er hinsvegar ekki stuðningsmaður meireihlutans og er á máli minnihlutans í eignasölumálinu. Stefndi því allt í sögulegan fund, þar sem meirihlutatillaga yrði jafnvel felld. En Andrés var mættur þegar fundurinn hófst loks á tólfta tímanum í gærkvöldi og tók afgeiðsla mála þá aðeins þrjú korter, enda mættu fulltrúar minnihlutans ekki á fundinn. Við frestunina klukkan sex óskuðu þeir eftir því að fundinum yrði frestað fram yfir helgi þar sem málið þarfnaðist yfirvegaðrar umfjöllunar sem bæjarbúum gæfist kostur á að fylgjast með, og að næturfundir séu afar óheppilegir, nema um neyðarástand sé að ræða. Þeir hafa ekki enn fengið svar við ósk um frestun fundarins, og búið er ða halda hann, og því ætla þeir að leita álits félagsmálaráðhera á réttmæti fundarins.-----



Fleiri fréttir

Sjá meira


×