Viðræður kennara á villigötum 16. september 2004 00:01 Á 21. öldinni ætti að skoða samningagerð kennara upp á nýtt. Óásættanlegt er fyrir kennara að störf þeirra séu metin í mínútum og klukkustundum. Kennarasamband Íslands ætti að ræða kjaramál sín með öðrum hætti en nú er gert, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og fyrrverandi skólastjóri. "Sem sérfræðingur í mínu fagi myndi ég vilja láta meta mína færni út frá öðru en mínútum og klukkutímum," segir Ragnheiður. "Ég vil sjá aðra hugsun í samningum kennara. Á þessari stundu, í svo viðkvæmum kjaraviðræðum, vil ég ekki tjá mig frekar," segir Ragnheiður sem hélt framsögu um málið á Grunnskólaþingi sveitarfélaganna 26. mars og stendur við orð sín. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, tekur undir orð Ragnheiðar. "Þetta virkar eins og við séum í vítahring. Það er erfitt að hnika neinu til í starfi kennara. Kerfið er orðið margbrotið, flókið og niðurnjörfað. Það fara endalausar viðræður í að ræða um einhverjar mínútur til eða frá." Guðmundur segir umræður um vinnutíma og kennsluskyldu hamla því að samningar náist milli kennara og sveitarfélaga. "Félög, kennarar og viðsemjendur þeirra, sem eru fulltrúar okkar sveitarfélaganna, þyrftu að finna leið út úr þessu flókna kerfi þar sem öll verk og viðvik eru tíunduð og þau mæld í mínútum og brotum úr mínútum. Almennir kjarasamningar eru ekki gerðir á þennan hátt í dag," segir Guðmundur: "Ég trúi ekki öðru en ef þetta hæfileikaríka fólk sem situr nú beggja vegna borðsins settist niður, virkilega einbeitt, til að finna aðrar leiðir þá tækist það." Ekkert miðar á fundum kennara og sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara sem segir að haldi viðræður áfram með líkum hætti og undanfarna daga komi til verkfalls á mánudag. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Á 21. öldinni ætti að skoða samningagerð kennara upp á nýtt. Óásættanlegt er fyrir kennara að störf þeirra séu metin í mínútum og klukkustundum. Kennarasamband Íslands ætti að ræða kjaramál sín með öðrum hætti en nú er gert, segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ og fyrrverandi skólastjóri. "Sem sérfræðingur í mínu fagi myndi ég vilja láta meta mína færni út frá öðru en mínútum og klukkutímum," segir Ragnheiður. "Ég vil sjá aðra hugsun í samningum kennara. Á þessari stundu, í svo viðkvæmum kjaraviðræðum, vil ég ekki tjá mig frekar," segir Ragnheiður sem hélt framsögu um málið á Grunnskólaþingi sveitarfélaganna 26. mars og stendur við orð sín. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, tekur undir orð Ragnheiðar. "Þetta virkar eins og við séum í vítahring. Það er erfitt að hnika neinu til í starfi kennara. Kerfið er orðið margbrotið, flókið og niðurnjörfað. Það fara endalausar viðræður í að ræða um einhverjar mínútur til eða frá." Guðmundur segir umræður um vinnutíma og kennsluskyldu hamla því að samningar náist milli kennara og sveitarfélaga. "Félög, kennarar og viðsemjendur þeirra, sem eru fulltrúar okkar sveitarfélaganna, þyrftu að finna leið út úr þessu flókna kerfi þar sem öll verk og viðvik eru tíunduð og þau mæld í mínútum og brotum úr mínútum. Almennir kjarasamningar eru ekki gerðir á þennan hátt í dag," segir Guðmundur: "Ég trúi ekki öðru en ef þetta hæfileikaríka fólk sem situr nú beggja vegna borðsins settist niður, virkilega einbeitt, til að finna aðrar leiðir þá tækist það." Ekkert miðar á fundum kennara og sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara sem segir að haldi viðræður áfram með líkum hætti og undanfarna daga komi til verkfalls á mánudag.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði