Spilaði tölvuleik eftir vopnað rán 2. desember 2004 00:01 Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Jón Þorri Jónsson, 22 ára, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir vopnað rán í Búnaðarbankanum á Vesturgötu í nóvember á síðasta ári. 26 ára samverkamaður hans var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Skömmu fyrir ránið stal samverkamaðurinn lambhúshettu, í versluninni Erlingsen, á meðan Jón Þorri fangaði athygli starfsfólksins. Samverkamaðurinn lagði bílnum á bílastæði fyrir utan 10-11 á Héðinsgötu þaðan sem Jón Þorri fór til að fremja ránið. Eftir að hafa ógnað bankastarfsfólki með hnífi og fengið afhentar 430 þúsund krónur fór hann aftur í flóttabílinn. Fóru þeir félagar þaðan sem leið lá í Garðabæ á heimili Jóns Þorra. Nokkru síðar segist Jón Þorri hafa farið til að borga ónefndum manni 330 þúsund krónur sem hann skuldaði vegna fíkniefnakaupa. Í framhaldinu fóru þeir félagar í Smáralindina og í verslun í Skeifunni þar sem Jón Þorri keypti sér tölvuleiki fyrir tugi þúsunda. Var Jón Þorri rétt byrjaður að spila einn tölvuleikjanna þegar lögreglan knúði dyra og handtók hann. Jón Þorri játaði brot sitt greiðlega. Samverkamaðurinn viðurkenndi að hafa ekið Jóni Þorra á bílastæðið við verslun 10-11 og síðan ekið honum aftur á brott eftir ránið. Hann viðurkennir einnig að hafa stolið lambhúshettunni sem Jón Þorri notaði í ráninu. Hann neitar hins vegar að hafa látið Jón Þorra hafa ránsvopnið og segir Jón hafa tekið hnífinn úr hanskahólfi bílsins án sinnar vitundar. Í dómnum segir að brot Jóns Þorra hafi verið ákveðið fyrirfram og það hafi verið ósvífið. Eingöngu hafi verið hægt að meta honum til hagsbóta að hann hafi játað greiðlega. Jóni Þorra var gert að greiða Vátryggingafélagi Íslands 396.500 krónur í skaðabætur en hann hafði áður samþykkt kröfuna.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent