Innlent

Endurbætt uppsjávarfrystihús

Nýr búnaður í í uppsjávarfrystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað var prufukeyrður í byrjun síðustu viku og síðan hefur verið unnið að því að fínstilla búnaðinn og koma á fullum afköstum við síldarfrystingu. Endurbæturnar fólust meðal annars í því að síldarflökunin var endurskipulögð og sjálfvirkni aukin og er nú hægt að keyra flökunarvélar stanslaust allan sólarhringinn. Pökkunarstöðvar voru endurbyggðar og skipt út færiböndum í vinnsluferlinu. Plastpönnur eru nú notaðar við frystinguna, í stað stálpanna, sem minnkar hávaða í vinnslunni auk þess sem plastið er léttara og meðfærilegra. Frystar voru endurnýjaðir og brettun endurbyggð og komið fyrir sjáfvirkum búnaði. Þessar breytingar hafa það í för með sér að afkastageta hússins eykst til muna og verða afköstin jafnari en áður. Breytingarnar bæta einnig vinnuaðstöðu starfsfólksins og aukin sjálfvirkni minnkar líkamlegt álag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×