Innlent

Úttekt verði gerð á brunavörnum

Vegna brunans á athafnasvæði fyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn hefur Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra falið brunamálastjóra að gera úttekt á brunavörnum og eldvarnareftirliti hjá fyrirtækjum með sambærilegan eða hliðstæðan rekstur og Hringrás. Honum er einnig falið að kanna hvort ástæða sé til að breyta lögum eða reglum til þess að draga úr líkum á því að atvik sem þetta endurtaki sig. Brunamálastjóri mun jafnframt skoða sérstaklega hvort ástæða sé til þess að fyrirskrifa nánari samvinnu við eftirlitsaðila til þess að tryggja skilvirkni laga og reglna um brunavarnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×