Sprenging í fjölgun öryrkja 24. nóvember 2004 00:01 Bein tengsl eru milli langvarandi atvinnuleysis og örorku, að því er greiningar hafa bent til. Forstjóri Tryggingastofnunar segir fjölgun öryrkja hér á landi sprengingu sem beri að hafa áhyggjur af. Öyrkjum mun halda áfram að fjölga á þessu ári, eins og kom fram í umfjöllun blaðsins í gær. Hlutfallsleg fjölgun þeirra milli áranna 2002 og 2003 nam nítján prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Þá vekur athygli að konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003 eða um 29 prósent. "Þetta er sprenging, sem ber að hafa áhyggjur af. Við vitum ekki nákvæmlega af hverju þessi aukna ásókn stafar," sagði Karl Steinar. Þetta er miklu flóknara heldur en menn ætla." Í greinargerð Tryggingastofnunar, sem send hefur verið Hagfræðistofnun til frekari vinnslu kemur fram að þótt fjöldi öryrkja hafi aukist mikið á Íslandi á undanförnum árum, er það ennþá lægra heldur en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en nokkru hærra heldur en í Danmörku. Ef ekkert verður að gert má búast við að örorka hér á landi verði innan skamms sambærileg því sem það er hjá þeim Norðurlandanna, þar sem ástandið er hvað verst. Þar er um að ræða Svía og Norðmenn, enda hafa þær þjóðir þegar gripið til afgerandi aðgerða til að stemma stigu við aukinni örorku. Spurður hvort flutningur örorkumats frá læknum Tryggingastofnunar til lækna úti í bæ hafi verið talin valda einhverju um þessa miklu fjölgun öryrkja, kvað Karl Steinar svo alls ekki vera. "Það virðist liggja fyrir afgerandi niðurstaða um að það er engin tenging þar á milli," sagði hann. "Það er frekar að reglurnar hafi verið hertar með þeirri breytingu, því nú þurfa allir sem sækja um örorku að gangast undir sérstaka læknisskoðun. Áður byggðist matið á framlögðum vottorðum. Nú er þetta miklu skilvirkara og kveður á um ástand hvers og eins á þeim tíma sem hann leitar eftir örorkumati hjá lækni, auk þess sem viðkomandi þarf að leggja fram vottorð." Fréttir Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bein tengsl eru milli langvarandi atvinnuleysis og örorku, að því er greiningar hafa bent til. Forstjóri Tryggingastofnunar segir fjölgun öryrkja hér á landi sprengingu sem beri að hafa áhyggjur af. Öyrkjum mun halda áfram að fjölga á þessu ári, eins og kom fram í umfjöllun blaðsins í gær. Hlutfallsleg fjölgun þeirra milli áranna 2002 og 2003 nam nítján prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Þá vekur athygli að konum fjölgar hlutfallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003 eða um 29 prósent. "Þetta er sprenging, sem ber að hafa áhyggjur af. Við vitum ekki nákvæmlega af hverju þessi aukna ásókn stafar," sagði Karl Steinar. Þetta er miklu flóknara heldur en menn ætla." Í greinargerð Tryggingastofnunar, sem send hefur verið Hagfræðistofnun til frekari vinnslu kemur fram að þótt fjöldi öryrkja hafi aukist mikið á Íslandi á undanförnum árum, er það ennþá lægra heldur en í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, en nokkru hærra heldur en í Danmörku. Ef ekkert verður að gert má búast við að örorka hér á landi verði innan skamms sambærileg því sem það er hjá þeim Norðurlandanna, þar sem ástandið er hvað verst. Þar er um að ræða Svía og Norðmenn, enda hafa þær þjóðir þegar gripið til afgerandi aðgerða til að stemma stigu við aukinni örorku. Spurður hvort flutningur örorkumats frá læknum Tryggingastofnunar til lækna úti í bæ hafi verið talin valda einhverju um þessa miklu fjölgun öryrkja, kvað Karl Steinar svo alls ekki vera. "Það virðist liggja fyrir afgerandi niðurstaða um að það er engin tenging þar á milli," sagði hann. "Það er frekar að reglurnar hafi verið hertar með þeirri breytingu, því nú þurfa allir sem sækja um örorku að gangast undir sérstaka læknisskoðun. Áður byggðist matið á framlögðum vottorðum. Nú er þetta miklu skilvirkara og kveður á um ástand hvers og eins á þeim tíma sem hann leitar eftir örorkumati hjá lækni, auk þess sem viðkomandi þarf að leggja fram vottorð."
Fréttir Innlent Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira