Innlent

Varað við flughálku

Vegagerðin varar við flughálku, einkum á Norðurlandi. Það eru hálkublettir á Holtavörðuheiði og víða á Vesturlandi en hálka á Bröttubrekku og flughált á Laxárdalsheiði. Á Vestfjörðum er víðast hálka eða hálkublettir. Þó er þungfært á Dynjandisheiði og flughált á Hrafnseyrarheiði. Flughált er líka í Hrútafirði og víða á Norðurlandi, allt austur að Mývatni. Víða er hálka á Austurlandi inn til landsins en hálkublettir með ströndinni. Hellisheiði eystri er ófær en búið er að moka Vatnsskarð eystra og eins veginn um Öxi, en þar er einnig flughált.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×