Ráðuneytið neitar fréttum Reuters 24. október 2004 00:01 Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Hjá utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Samkvæmt frétt Reuters voru það íslenskir hermenn sem urðu fyrir árásinni í miðborg Kabúl í gær en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Íslendingarnir hefðu verið með hjálma og í skotheldum vestum. Bílar þeirra voru brynvarðir en sprengingarnar sem sjálfvígsmaðurinn olli voru það öflugar að annar bílanna var óökufær. Upphaflega var hermt að enginn hefði slasast alvarlega eða látist. Nú er hins vegar ljóst að auk sjálfsvígsmannsins fórust tveir í árásinni. Bandarísk kona og ung, afgönsk stúlka létust af sárum sínum í gær og nótt. Að auki segir talsmaður hersveita NATO í Kabúl að einn Íslendinganna sé alvarlega slasaður. Helen Ólafsdóttir, sem er í Afganistan, segir götuna sem árásin var gerð í vera mikla túristagötu. Það skýri líklega að einhverju leyti af hverju árásin var gerð þar. Hún segir hjálparstarfsmönnum í landinu, en hún býr með nokkrum þeirra, ekki hafa brugðið mikið við tíðindin því þeir hafi búist við lengi að eitthvað þessu líkt gerðist. Menn eru frekar hissa á því hvað árásin sé „lítil“ - einn maður með nokkrar handsprengjur. Helen segir að svo virðist sem talibanar nái ekki að komast inn í Kabúl og þakkar fólk það hörðu eftirliti lögreglu og hermanna. Spurð hversu mikil hættan sé í landinu segir Helen að miðað við Írak sé ástandið mjög gott. Árásin í gær minni fólk hins vegar á að hættur leynist alls staðar í Afganistan eins og ástandið er núna. Hjá íslenska utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Stefán Gunnarsson, sá sem slasaðist mest, ræddi við yfirmenn friðargæslunnar hér á landi fyrir stundu og var þá að snæða pítsu, vel haldinn, að sögn ráðuneytisins. Reuters vitnaði beint í talsmann hersveita NATO í Kabúl sem sagði íslenska hermanninn alvarlega slasaðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Helen Ólafsdóttur frá Afganistan úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Einn íslensku friðargæsluliðanna sem lentu í sjálfsmorðsárás í Kabúl í Afganistan í gær er þungt haldinn á sjúkrahúsi, samkvæmt því sem talsmaður friðargæsluliðs NATO í landinu segir. Hjá utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Samkvæmt frétt Reuters voru það íslenskir hermenn sem urðu fyrir árásinni í miðborg Kabúl í gær en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að Íslendingarnir hefðu verið með hjálma og í skotheldum vestum. Bílar þeirra voru brynvarðir en sprengingarnar sem sjálfvígsmaðurinn olli voru það öflugar að annar bílanna var óökufær. Upphaflega var hermt að enginn hefði slasast alvarlega eða látist. Nú er hins vegar ljóst að auk sjálfsvígsmannsins fórust tveir í árásinni. Bandarísk kona og ung, afgönsk stúlka létust af sárum sínum í gær og nótt. Að auki segir talsmaður hersveita NATO í Kabúl að einn Íslendinganna sé alvarlega slasaður. Helen Ólafsdóttir, sem er í Afganistan, segir götuna sem árásin var gerð í vera mikla túristagötu. Það skýri líklega að einhverju leyti af hverju árásin var gerð þar. Hún segir hjálparstarfsmönnum í landinu, en hún býr með nokkrum þeirra, ekki hafa brugðið mikið við tíðindin því þeir hafi búist við lengi að eitthvað þessu líkt gerðist. Menn eru frekar hissa á því hvað árásin sé „lítil“ - einn maður með nokkrar handsprengjur. Helen segir að svo virðist sem talibanar nái ekki að komast inn í Kabúl og þakkar fólk það hörðu eftirliti lögreglu og hermanna. Spurð hversu mikil hættan sé í landinu segir Helen að miðað við Írak sé ástandið mjög gott. Árásin í gær minni fólk hins vegar á að hættur leynist alls staðar í Afganistan eins og ástandið er núna. Hjá íslenska utanríkisráðuneytinu er fréttum Reuters vísað á bug. Stefán Gunnarsson, sá sem slasaðist mest, ræddi við yfirmenn friðargæslunnar hér á landi fyrir stundu og var þá að snæða pítsu, vel haldinn, að sögn ráðuneytisins. Reuters vitnaði beint í talsmann hersveita NATO í Kabúl sem sagði íslenska hermanninn alvarlega slasaðan. Hægt er að hlusta á viðtal við Helen Ólafsdóttur frá Afganistan úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira