Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs 20. september 2004 00:01 Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. Systurnar skiptust á að fara í vinnu í gær þar sem faðir þeirra fór vestur í réttir með gömlum vini. "Hann ætlaði ekki að fara í réttirnar af því hann væri að passa. En hann fer svo sjaldan eitthvað að ég tók það ekki í mál og við systurnar hjálpuðumst að í gær," segir Júlíana. En faðir hennar passar jafnan yngsta barnið á móti eiginmanni hennar sem er í vaktavinnu. Guðmunda vann fyrri part dagsins í gær en kom síðan og tók við af Júlíönu um eittleytið svo hún kæmist til vinnu . Júlíana á alls fjögur börn og þar af eru tvö á skólaaldri, sjö og níu ára. Dóttir Guðmundu var að byrja í skóla í haust og á hún annað barn á leikskólaaldri. Júlíana vinnur á lítilli bókhaldsskrifstofu og segist mæta skilningi hjá yfirmanni sínum sem er giftur kennara. Þannig hafi hún oft þann kost að hliðra til vinnutímanum og vinna jafnvel eitthvað á kvöldin. "Það er engin leið fyrir mig að missa marga daga úr vinnu því rekstur heimilisins er háður tekjunum. Það eru engir verfallssjóðir sem styðja við bakið á mér eða minni fjölskyldu," segir Júlíana. Hún er mjög þakklát föður sínum sem ætlar að gæta barnanna en það geti auðvitað bara gengið í nokkra daga. Fjögur börn séu alltof mikið álag á sjötugan mann því þurfi jafnvel að finna aðrar lausnir ef verkfallið teygist á langinn.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira